Samfylkingin selur ESB-umsóknina

Fyrir kosningarnar 2009 sagði Samfylkingin að ESB-umsókn ein og sér myndi styrkja gengi krónunnar og styrkja efnahagkerfið.

Í sjónvarpinu í kvöld sagði varaformaður Samfylkingarinnar að ESB-umsóknin þyrfti að komast lengra áleiðis áður en árangur færi að sjást.

Varaformaðurinn sagði ekki hvert áleiðis, hvort það sé átt að írsku ástandi með 15 prósent atvinnuleysi og samdrætti eða  hvort fyrirmyndin sé Kýpur þar sem ESB tók sparifé eignarnámi og skilur landið eftir í gjaldeyrishöftum sem lama hagkerfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Johnson

Jóhanna í Peking að semja um fríverslun og Össkur að semja við ESB. Allir sem kynna sér málið fatta hvað þetta eru ósamrýmanleg sjónarmið. Eru þau algjörlega veruleikafyrst svona í lokin? ?

Örn Johnson, 9.4.2013 kl. 23:23

2 identicon

Hún sagði reyndar að umsókn um ESB aðild hefði ekki verið samþykkt hér á landi (Hér, u.þ.b 65:30).

Ég veit ekki hvort að veruleikafirring Samfylkingarinnar sé að ná nýjum hæðum eða hvort örlítil raunveruleiki hafi óvart flotið með.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.4.2013 kl. 23:45

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Kannski áleiðis að Portúgal, þar sem niðurskurðurinn var gegn stjórnarskrá, eða Slóveníu, sem er í mega- krísu, eða Grikklandi, eða...

Samfylkingin vill stöðugleika Evrunnar. Hvora Evruna velur hún? Suður- Evra: Frakkland, Spánn, Ítalía, Belgía, Portúgal, Grikkland, Kýpur, Malta, Írland og Slóvenía. Norður-Evra: Þýskaland, Austurríki, Holland, Finnland, Lúxemborg, Eistland og Slóvakía.

Kannski velur Samfylking að fylgja hinum 10 löndunum í ESB sem eru ekki með Evru?

Ívar Pálsson, 10.4.2013 kl. 07:02

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það var svo sem rétt hjá varformanni Samfylkingar, ESB umsóknin hefur ekki enn verið samþykkt af þjóðinni, enda ekki verið sóst eftir slíku samþykki.

Hitt er staðreynd að þeir sem töluðu fyrir því að þessu vegferð yrði gengin, sögðu að jafnskjótt og umsókn væri lögð inn myndi Ísland lenda í skjóli ESB. Því fer fjarri. Fár þjóðir hafa sótt jafn hart gegn okkur en einmitt þjóðir innan ESB!

Þetta sama fólk hélt því líka fram að aðildarviðræður tækju skamman tíma og yrði örugglega lokið fyrir kosningar, sumir töluðu um tvö ár, aðrir eitt og jafnvel heyrðist að einungis tækji þrjá mánuði að afgrieða þetta mál, frá því umsókn yrði lögð fyrir ESB. Það tók hins vegar framkvæmdastjórnina heilt ár að ákveða hvort viðræður skyldu hafnar! En er ekki búið að klára alla þá kafla sem einungis þarf að lesa saman og enginn þeirra kafla sem kallar á raunverulegar viðræður verið opnaður!!

Árni Páll stagast á því að það sé ábyrgðarhluti að að stöðva viðræður og segir að með því sé verið að brjóta brýr að baki sér.

Við erum ekki komin inn á neina brú ennþá og því engar brýr að baki. 

Það er hins vegar ábyrgðarhluti að að einblýna svo á eina lausn, sem vandséð að neinu muni skila og víst er að ekki mun nást á næstu árum.

Það er ábyrgðarhluti að kasta vanda nútíðar til hliðar og leggja allt traust á einhver ímynduð markmið framtíðar, markmið sem ljóst er að eru reykur einn!

Gunnar Heiðarsson, 10.4.2013 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband