Össur að selja Ísland: 200 mílurnar fyrir dýrabann

Össur utanríkis var tilbúinn að hlekkja óbornar kynslóðir Íslendinga við Icesave-skuld einkabanka til að friða Evrópusambandið. Núna reynir höfuðsmiður ESB-umsóknarinnar að halda lífinu í sínum flokki og höfðar ákaft til ESB-sinna.

Össur og Árni Páll lofuðu fyrir kosningarnar 2009 að umsóknarferlið inn í Evrópusambandið tæki í mesta lagi tvö ár. Nú eru komin fjögur ár og ekkert að frétta.

Baktjaldasamningur Össurar við Stefan Füle útþenslustjóra ESB er að líkindum á þá lund að ESB fái að veiða innan 200 mílna fiskveiðilögsögu Íslands en á móti fáum við að halda banni við innflutningi á lifandi dýrum.

Góður díll, segir Össur, eins og Icesave-samningur Svavars Gestssonar.

 


mbl.is Füle: ESB tekur tillit til séríslenskra aðstæðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Össur er sá Íslendingur sem mest tilkall á til þess að eignast varanlegt heimili utan ríkis. Þetta er maður, sem VEIT, að ESB-ríki fengju rétt til að veiða innan 200 mílna fiskveiðilögsögu Íslands, allt upp að 12 mílum, skv. grunnreglu Evrópusambandsins um jafnan aðgang að fiskimiðunum, en hann kærir sig kollóttan, enda eftir miklu að slægjast fyrir hann sjálfan prívat og persónulega.

Jón Valur Jensson, 8.4.2013 kl. 22:37

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Össur ætti að koma sér burt!

Sigurður Haraldsson, 8.4.2013 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband