Mánudagur, 8. apríl 2013
Stefán Ólafs styður Framsókarflokkinn
Helsti talsmaður vinstri vængs Samfylkingarinnar, Stefán Ólafsson prófessor, skrifar stuðningsgrein fyrir Framsóknarflokkinn undir fyrirsögninni Paul Krugman styður leið Framsóknar.
Þegar margyfirlýstir stuðningsmenn Samfylkingar hrökkva frá borði er ekki að vænta stuðnings frá kjósendum.
Árni Páll boðar fagnaðarboðskap evrunnar, sem Paul Krugman segir ná-gjaldmiðil er leggi hagkerfi í rúst. Núna þegar einn helsti hugmyndafræðingur Samfylkingar snýr opinberlega baki við ESB-leiðinni út úr kreppunni er fokið í flest skjól þykjustujafnaðarflokksins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.