Peningar, þjófnaður og draumaríki bitcoin

Hver er munurinn á peningum í skattaskjóli og peningum á bankareikningum á Kýpur sem Evrópusambandið tók eignarnámi upp í skuldir? Hvor er meiri þjófur auðmaðurinn sem svíkst um að greiða skatta eða ESB sem stundar ríkisvætt Hróa hattar réttlæti og leggur hald á peninga fólks sem eiga 16 milljónir króna eða meira í banka (og er ekki endilega rússneskir glæponar) ?

Seðlabanki Bandaríkjanna reynir gagngert að hrinda af stað verðbólgu með peningaprentun. Yfirlýst markmið peningaprentunarinnar er að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Allir vita þó að verðbólgan lækkar ríkisskuldir Bandaríkjanna en bæði fjárfestingasjóðir og Kínverjar eiga risavaxið magn af bandarískum ríkisskuldabréfum. Frá þeirra sjónarhóli er peningaprentunin þjófnaður, það er verið að rýra eign þeirra skipulega.

Eftir eignarnám Evrópusambandsins á innistæðum Rússa í kýpverskum bönkum varð sprenging í áhuga Rússa á nýju rafrænu peningahagkerfi sem heitir bitcoin.

Bitcoin er rafræn mynt sem nýtur vaxandi trausts og það er forsenda peningahagkerfis. Bæði dollar og evra glíma við trúverðugleikavanda og japanska jenið er á sömu leið.

Stærðfræðijöfnur auka peningamagn bitcoin. Ef að líkum lætur nær fjöldi mynteininga bitcoin hámarki snemma á næstu öld. Það felur í sér að verðgildi bitcoin helst stöðugt og jafnvel eykst.

Það gerist ýmislegt í gjaldmiðlamálum í heiminum á næstu árum. 

 


mbl.is Hulunni svipt af umfangsmiklum skattsvikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband