Föstudagur, 5. apríl 2013
Össur elskar ekki Evrópusambandið
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Samfylkingar ber öðrum mönnum fremur ábyrgð á umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, dagsett 16. júlí 2009 þegar téður Össur sneri niður þingflokk VG og þar með framtíð flokksins - samanber nýjustu skoðanakannanir.
Allt kjörtímabilið talar Össur vakandi og sofandi fyrir ESB-umsókn Samfó og VG.
En nú kemur stóra játningin: Össur er ekki ástfanginn af ESB.
Fæstum kemur yfirlýsingin á óvart. Þeir sem fylgjast með stjórnmálum vita ósköp vel að Össur Skarphéðinsson elskar aðeins eitt - pólitíska frama hans sjálfs.
Ég er ekki ástfanginn af ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það er nu ekki það fyrsta sem hann segir ósatt !!!!!!
rhansen, 5.4.2013 kl. 19:55
Með ESB munum við fá lága húsnæðisvexti, ekkert gengisfall og enga verðtryggingu.
Sleggjan og Hvellurinn, 5.4.2013 kl. 20:10
hvaða bull er þetta hjá þér páll - össur sneri engann niður. vg gat sagt nei en þeir bara vildu það ekki (nema nokkrir villikettir). varðandi esb þá er sú ferð kannski í pásu núna (og verður það kannski næstu 2, 3 eða 4) en ekkert stoppar hana
Rafn Guðmundsson, 5.4.2013 kl. 20:21
Hvellur, okkur er sama hvaða ódýrt drasl þið Össur og co. rembist við að selja okkur. Fullveldið er ekki söluvara. Farið að vakna.
Elle_, 5.4.2013 kl. 21:09
ESB er fyrir fólkið í landinu.
Við ESB styrist fullveldið Íslands.
Einsog staðan er í dag þá innleiðum við EES og ESB reglur daglega án þess að hafa nein áhrif.
Sleggjan og Hvellurinn, 5.4.2013 kl. 21:32
það er alveg merkilegt að Sjallarskuli tala svona niður Alþingi landsins og lítilsvirða það. (Aðildarumsókn samþykkt af Alþingi Lýðveldisins ef það skildi hafa farið framhjá einhverjum)
Þetta hvernig öfga-sjallar og kattaóféti tala niður Alþingi linnulítið og lítilsvirða þar með land sitt og sparka í grunnstofnanir landsins etc. - þetta er í alveg stóralvarlegt mál.
Afleiðingarnar má svo sjá núna. Fólk stekkur á allskyns lýðskrumsvitleysu svo sem að taka eigi peninga af vondum útlendingum og borga skuldir auðugra. Allt eftir þessu.
Öfga-sjallar undir forystu ritstjóra mogga með hjálp kattaóféta hafa stórskaðað málefnalega pólitíska umræðu og sennilega rústað og tekur líklega nokkur ár að reisa úr rústum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.4.2013 kl. 23:12
hmm - sjalli segir þú Ómar - það myndi útskýra margt - hann hlýtur að búa í smjördollu - alltaf að henda smjörklípum útum allt
Rafn Guðmundsson, 5.4.2013 kl. 23:41
Já hann er bara sjalli og ekkert annað. Hann þykist stundum ekki vera það td. þegar hann fer að strjúka kattaófétunum - en tekst illa upp í leiknum. Hann er svona amx sjalli.
Eg er ekki að sjá að málefnaleg þroskuð pólitísk umræða eigi upp á pallborðið næstu misseri og ár. Mogginn, öfga-framsjallar og kattaófétin eru búin að rústa henni.
þetta gerðist ekki 1,2 og 3. Gerðist smátt og sma´tt á 4 árum eftir að framsjallar voru settir út fyrir garð. þá djöfluðust þeir lon og don með fáheyrðum og eindæma pólitískum subbu- og sóðaskap á löglega lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum, lýðræðislega uppbyggðum stofnum landsins og landinu sjálfu - að þess varð að sjást einhversstaðar stað. það stórsér á málefnalegri pólitískri umræðu. Hún er í rúst.
þetta sést svo útum allt þegar internetumræða er orðin svo algeng, fjöldi fólks tjáir sig á internetinu.
það sem gerist þegar búið er að vega svona að lýðræðislegum stofnum landsins er að allskyns vitleysisbull og lýðskrum veður uppi og og fólk stekkur á algjörlega óígrundað í einhverju histeríu í það og það skiptið og hvergi heil brú.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.4.2013 kl. 00:05
og eins og 'góðum' sjalla sæmir skiptir hann þessu bloggi fyrir nýtt (smjörklípu)
Rafn Guðmundsson, 6.4.2013 kl. 00:38
og ef rétt (pall sjalli) þá eru þeir margir í heimssýn
Rafn Guðmundsson, 6.4.2013 kl. 00:39
Siðustu Móhíkanarnir!!!
Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2013 kl. 02:39
Vaá. Þetta er málefnalegt kommentakerfið núna Páll. Eða hittó.
Tíðindi frá Össuri. Sögð svona svo kúrfan fari ekki lóðbeint niður líklega. Hann á útfall og hrun VG á samviskunni. Það fer ekkert á milli mála. Steingrímur var knébeygður um esb ið fyrir ráðherrastóla. Fimm mínútum frá kosningum mundi meirihluti þingflokks VG alveg um alla andstöðu kjósenda sinna. Örfáir voru hinsvegar alltaf heitir. Og eru enn.
Holl upprifjun um alla framíð þegar kemur að prinsippfestu og trûnað við kjósendur sína. Og ef skoðanakannanir ganga eftir -- afleiðingar þess að virða ekki vilja kjósenda sinna. Í þessu tilviki VG.
P.Valdimar Guðjónsson, 6.4.2013 kl. 08:41
Ómari Bjarka hefur sennilega ekki líkað niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu gegn Icesave -samningum. Og sennilega ekki líkað niðurstaða Efta dómstólsins um að ekki bæri að greiða góðum útlendingum allar kröfur.
Árni Gunnarsson, 6.4.2013 kl. 09:24
Það er enginn skyldugur til að bera hag eigin þjóðar fyrir brjósti ef hann er krati.
Það hefur oft komið fram.
Árni Gunnarsson, 6.4.2013 kl. 09:25
Góður Árni.................
Jóhann Elíasson, 6.4.2013 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.