Nýtt jafnvægi stjórnmála og atvinnulífs

Á dögum útrásar stjórnuðu Samtök atvinnulífsins landinu ásamt Viðskiptaráði og fáeinum auðmönnum. Heilu stjórnmálaflokkarnir voru á framfæri stórfyrirtækja, samanber að Baugur styrkti Samfylkinguna á nokkrum kennitölum til að fela slóðina.

Hrunið sýndi fram á að menn atvinnulífsins vita ekkert og kunna ekkert þegar kemur að þjóðfélagsmálum á breiðum grunni. Samtök atvinnulífsins og undirdeildir þess þurfa að temja sér meiri háttvísi gagnvart almannavaldinu en á umliðnum árum. Það er til dæmis ekki atvinnulífsins að derra sig um menntun og heilbrigðismál enda hvorki með umboð né getu til að grautast í þeim málum.

Þann 27. apríl verður nýtt alþingi kosið og í framhaldi verður mynduð ríkisstjórn með umboði frá almenningi til að leggja stóru línurnar í stjórnmálum. Það vitlausasta sem ný ríkisstjórn gerði væri að hoppa upp í fang Samtaka atvinnulífsins. 

Til að ný ríkisstjórn njóti stuðnings almennings áleiðis inn í kjörtímabilið verður að setja Samtökum atvinnulífsins skorður.  


mbl.is „Framundan eru snúnir tímar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband