Miðvikudagur, 3. apríl 2013
Peningar af himnum og peningar í ræsið
Til að glíma við samdrátt nota sum hagkerfi, t.d. það bandaríska, japanska og breska, aðferð sem heitir á fagmáli ,,quantative easing" en er oftar nefnd peningaprentun eða að dreifa peningum úr þyrlu - en sú líking mun komin frá Ben Barnanke seðlabankastjóra í Bandaríkjunum.
Peningar af himnum ofan til að ræsa raunhagkerfið er dálítið vandasöm hagflétta, eins og Brósi á Símfréttum rekur í snoturri analísu.
Ísland glímir ekki við samdrátt heldur þenslu. Í stað þess að fleyta peningum til fólks þarf að eyða peningaverðmætum.
Algengustu aðferðirnar við að láta peninga furða upp eru tvær. Verðbólga og afskriftir. Íslendingar eru sérfræðingar í báðum aðferðum. Hér er ekkert því ekkert vandamál á ferðinni, svo heitið geti.
Segir peningamagnið leiða til bólu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg rétt. Það kom skýrt fram á fundinum í seðlabankanum í dag að þetta er alls ekkert óleysanlegt vandamál heldur bara úrslausnarefni sem bíður þess að verða afgreitt með sem skynsamlegustum hætti. Viðstöddum virtist ekki heldur finnast það fjarstæðukennd hugmynd að nota tækifærið og leiðrétta skuldir heimilanna til að taka þessa "þyrlufjármuni" úr umferð. Þó að Ásgeir hafi ekki gefið upp neina afstöðu með eða slíkum hugmyndum kom það alveg skýrt fram hjá honum að þær væru vel framkvæmanlegar ef menn vildu.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.4.2013 kl. 00:33
Það er fráleitt að halda því fram að Ísland glími við þennslu.
Nú skal almenningur kaffærður með efnahagslegu orðagjálfi
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 4.4.2013 kl. 16:08
Þenslan á peningamagninu átti sér stað í aðdraganda hrunsins.
Það er ekki nein þensla í gangi núna og því var ekki haldið fram.
Heldur er bent á að það á eftir að gera afstemmingu í heildarbókhaldi peningakerfisins eftir að eignahlið þenslunnar hrundi en skuldahliðin stóð í stað.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2013 kl. 20:39
Ég hygg að Páll sé að hafa eftir Ásgeiri Jónssyni, fremur en hann sé að lýsa eigin skoðun. Hvaða skoðun sem Páll hefur, þá skrifar hann:
"Ísland glímir ekki við samdrátt heldur þenslu."
Rétt mun vera hjá Guðmundi að ekki er ennþá búið að stemma af peningamagnið (peninga + skuldbindingar). Þegar það hefur verið gert, standa eftir þeir peningar sem Seðlabankinn hefur gefið út, sem eru um 45 milljarðar Króna. Fjárhagslegar skuldbindingar á milli aðila í samfélaginu styttast hins vegar út.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 5.4.2013 kl. 21:19
Þess má geta, að margir hagfræðingar hafa opinberað vanþekkingu sína varðandi mismuninn á peningum sem Seðlabankinn gefur út og fjárhagslegum skuldbindingum á milli aðila í samfélaginu. Þeir fullyrða að við stofnun myntráðs verði það að leysa út allar skuldbindingar á milli aðila, með erlendum gjaldmiðli. Þetta er auðvitað fjarstæða, en svona er Ísland í dag.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 5.4.2013 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.