Úrslit kosninga ráðast á kjörtímabilinu

Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu kosningunum í vor strax og þegar Jóhanna og Steingrímur J. mynduðu fyrstu hreinu vinstristjórn lýðveldisins í apríl 2009. Skötuhjúin virtu ekki landamærin á milli íslensku vinstriflokkanna, sem liggja um fullveldið.

Með ESB-umsókninni var slitinn rauði fullveldisþráðurinn í sögu róttækra vinstristjórnmála allt frá dögum Kommúnistaflokksins sem var mun fullveldissinnaðri en Alþýðuflokkurinn og nær sú saga aftur fyrir stofnun lýðveldisins.

VG bar ekki sitt barr eftir 16. júlí svíkin 2009 þegar ESB-umsóknin var samþykkt á alþingi. Samfylkingin tók að dala þegar sýn var að ekkert af þrem mikilvægustu málum flokksins næðu fram að ganga á kjörtímabilinu; kvótakerfið, stjórnarskráin og ESB-umsóknin.

Fyrirsjáanlegt tap Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í vor má rekja til þess að flokkurinn gerði ekki upp við hrunið með því að þingmenn löðrandi í útrás sitja enn fyrir flokkinn á alþingi. Þá vanmat forysta flokksins hversu mikil þyngd er í fullveldismálinu og var ekki trúverðug þegar hún á annað borð ræddi Evrópumál.

Framsóknarflokkurinn lagði grunninn að sterkri stöðu sinn í dag með því að gera upp við ESB-sinna í flokknum á kjörtímabilinu og taka fullveldisafstöðu í Icesave-málinu. Ólíkt formanni Sjálfstæðisflokksins þá hafði Sigmundur Davíð fyrir því að kynna sér vel aðlögunarferlið inn í ESB og tók trúverðuga andstöðu gegn ESB-umsókninni. Traustir talsmenn fullveldis eru í þingflokknum, Vigdís Hauksdóttir og Gunnar Bragi, og til liðs við flokkinn komu á kjörtímabilinu menn eins og Ásmundur Einar og Frosti Sigurjónsson sem enginn þarf að efast um hvar standi í Evrópumálum.

Kosningabaráttan er endatafl en það er á kjörtímabilinu sjálfu sem vinningstaðan er byggð upp - eða taflinu glutrað niður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt,en baráttan hefur allan tímann verið gegn þursinum í austri. Þetta vita þeir mætu menn sem stjórna stærstu flokkum landsins. Látum þá lýsa yfir hollustu sinni við Fjallkonuna,þá munu báðir vinna.

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2013 kl. 18:21

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Páll,

Hvaða flokk/flokka sérðu fyrir þér að Framsókn starfi með?

X-D kveðja

Guðmundur Jónsson, 4.4.2013 kl. 10:20

3 Smámynd: Sólbjörg

Hárrétt greining á fylgishruni XD og uppgangi XF. Eina ástæðan fyrir frjálsu falli XD er að þeir hafa ekki nægjanlega trúverðuga afstöðu til ESB. Tek undir með Helgu að geri þeir hollusteið til Fjallkonunar þá mun þeir ná aftur í allt að 30% fylgi. Af einhverjum ástæðum er það ekki gert. Hvað eru menn að hugsa upp í Valhöll?

Sólbjörg, 5.4.2013 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband