Miðvikudagur, 3. apríl 2013
Vinstristjórnin og ófriður landsbyggðar og höfuðborgar
Vinstristjórn Samfylkingar og VG sérhæfið sig í innanlandsófriði. ESB-umsóknin var í þágu háskólafólksins sem vill auka atvinnumöguleika sína. Þar voru hagsmunir fárra í Reykjavík 101 teknir fram yfir hagsmuni almennings og landsbyggðar sérstaklaga.
Aðförin að stjórnkerfi sjávarútvegsins var sömu náttúru. Þar áttu að ráða ferðinni öfl sem hvorki þekkja haus né sporð á veiðum og vinnslu. Hagsmunir landsbyggðar voru fyrir borð bornir enda reis upp mótmælaalda við sjávarsíðuna.
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu heggur í sama knérunn ríkisstjórn Samfylkingar og VG og vill fórna landbúnaði fyrir verslunina.
Ófriðarríkisstjórnin verður rekin með skömm úr stjórnarráðinu í vor. Við það eitt mun draga úr innanlandsófriðnum.
Vill að framkvæmdastjóri SVÞ biðjist afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
....... Og nú þekkjum við ekki aðeins haus og hala á sérhagsmuna öflum SVÞ.
Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2013 kl. 17:18
Íslandi er stjórnað með gömlu brezku aðferðinni. Devide and Rule. Esb umsóknin, icesave, stjórnarskrármálið, þéttbýli gegn strjálbýli osfrv...
Guðmundur Böðvarsson, 3.4.2013 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.