Þriðjudagur, 2. apríl 2013
Hagkerfi hökta og skrölta
Tímasprengja ruslskuldabréfa er um það bil að springa, segir Telegraph. Dómsdagsspámaðurinn og stjörnuhagfræðingurinn Nouriel Roubini segir í yfirlitsgrein að helst sé að vænta efnahagsbata í Bandaríkjunum. Evrópa sé engu nær að leysa vanda gjaldmiðilsins, atvinnuleysis og samdráttar; BRIC-ríkin eru búin að tæpa þróunarmöguleika ríkiskapítalismans og önnur nýmarkaðsríki geta ekki tekið upp slakann.
Stóra hagfræðitilraun síðustu ára, að flæða peningamarkaði með ódýru lánsfé til að halda vöxtum niðri og vonast eftir að raunhagkerfið taki við sér, skilar tvíræðum niðurstöðum. Í Bandaríkjunum virðist kominn vísir að bata en Bretland og Japan sýna ekki framgang.
Óhemjumagn peninga í umferð mun fyrr heldur en seinna auka verðbólgu. Komi hún ofan í samdrátt verður ljótt um að litast í hagkerfum austan hafs og vestan.
Lækkun annan daginn í röð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.