Mánudagur, 1. apríl 2013
Sameining VG og Samfylkingar
Litlu nýju framboðunum tókst að halda sér í fréttum yfir páskana með pælingum um sameiningu. Nú hlýtur að vera komið að gömlu litlu framboðunum, VG og Samfylkingu, að ræða sameiningu.
Margt sameinar þessa tvo flokka. Eftir fjögur ár í stjórn stóðu þessir flokkar sameiginlega að tilræði við fullveldi Íslands, bæði með ESB-umsókn og ömurlegasta milliríkjasamningi þjóðarinnar frá Gamla sáttmála á 13. öld, Icesave-samningnum.
Báðir flokkarnir vilja koma stjórnarskránni fyrir kattarnef. Hatursorðræða er sérgrein beggja flokkanna ásamt yfirburðafærni í að svíkja gefin loforð.
Þá er það formennskan. Í einn stað er Árni Páll Árnason sem ekki nýtur trausts í eigin þingliði og í annan stað eina konan í formannsstóli stjórnmálaflokks. Valið er einfalt þar.
Nafngiftin ætti ekki að þvælast fyrir: Nýjar umbúðir til bjargar, skammstafað NUMB.
Bjóða ekki sameiginlega fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nýja Alþýðubandalagið og hvað ætlar þú að gera við Bestu Björtu Framtíðina ?
Óðinn Þórisson, 1.4.2013 kl. 13:52
Gamli Sáttmáli var góður sáttmáli - ef hann var þá nokkurntíman gerður sem má efast um sagnfræðilega sé sem kunnugt er.
Með Icesaveskuldina, þá snerist samningur þar að lútandi aðeins um það hvort Ísland vildi sem ríki styðja vasaþjófnað eirra sjalla á erlendri grundu Og já, kjánaþjóðrembingar vildu styðja þá sjalla í því. það hefur svo gríðarlegan skaðakostnað í för með sér sem leggst á allan almenning og Landið.
Skuldin verður hinnsvegar borguð uppí topp plús álag og hefur það legið fyrir frá 2009.
That said, þá væri langskynsalegast fyrir Sjalla og Framsókn að sameinast auðvitað í Framsjallaelítuflokki.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2013 kl. 14:14
Edit: ,,Með Icesaveskuldina, þá snerist samningur þar að lútandi aðeins um það hvort Ísland vildi sem ríki styðja vasaþjófnað eirra sjalla á erlendri grundu eða ekki. Og já, kjánaþjóðrembingar vildu styðja þá sjalla í því. það hefur svo gríðarlegan skaðakostnað í för með sér sem leggst á allan almenning og Landið."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2013 kl. 14:15
OMG, undan hvaða steini skreið þessi Ómar.
Ragnhildur Kolka, 1.4.2013 kl. 15:49
Á kannski að segja manni það að allir hafi heyrt af því að fram hafa verið flutt fræðileg rök að því að Gamli Sáttmáli, svokallaður, hafi í raun aldrei verið tilsem slíkur heldur skáldaðar upp árhundruðum seinna?
Eg hélt það væri farið að kenna þetta í skólum fyrir löngu. En ok. Eg skal fara yfir í stuttu máli.
það þurfti fræðimann frá Suður-Ameríku til að benda á þá ofureinföldu staðreynd, að sérstakt er að svokallaður Gamli Sáttmáli er aðeins til í mjög ungum handritum. það meikar engan sens. þ.e.a.s. að það má ætla að ef slíkur Samningur hafi verið gerður um 1260 - að þá væri gætt að því að slíkt væri varðveitt og margir mundu aðstoða við slíkt. það meikar því akkúrat engan sens að textar þessa ,,samnings" eru aðeins til frá miðri 16.öld. það er blátt áfram afar grunsamlegt!
S-Ameríski fræðimaðurinn sem skrifaði doktorsritgerð um þetta stutti þetta svo miklu fleiri rökum og gögnum sem of langt mál er að fara útí hér. En kenning hins Suður-Ameríska fræðimanns er afar sterk og sannfærandi.
Er nefnilega málið að það eru mikið til útlendingar sem hafa flett smám saman ofan af kjónaþjóðrembingssagnfræðinni hérna sem var skálduð upp um og uppúr 1900 aðallega. Sú sagnfræði er haugalygi og sögufölsun mestanpart. þetta eiga allir að vita núna á upplýsing og internetöld. þ.e.a.s. ef þeir vilja vita. Sumir náttúrulega eru fastir í hlekkjum hugarfarsins og vilja ekkert vita.
Td, má nefna að svonefndar íslendingasögur sem settar voru saman frá um 1200-1500, að þær eru mestanpart skráðar af kaþólskum munkum. Skráðar á kirkjusetrum og ðallega klaustrum. þetta kemur mörgum íslendingum einkennilega fyrir sjónir en þannig er oft sagt frá þessu af erlendum fræðimönnum. Sem dæmi sá ég Bandarískan fræðimann fullyrða að bókstaflega allar sögurnar hefðu verið skráðar af kaþólskum munkum í klaustrum og væru því fyrst og fremst afleiðing kaþólskunnar en til vara samnorrænar eða sam-norður evrópskar trúarlegar sögur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2013 kl. 16:42
Já það er ekki að furða að fólki eins og Ragnhildi skuli bregða við og spyrja, undan hvaða steini þessi Ómar Bjarki Kristjánsson eiginlega skreið ?
Þetta er nefnilega maðurinn sem barist hefur fyrir því með oddi og egg að þjóðin verði skilyrðislaust færð undir Brussel valdið.
Þetta er maðurinn sem algerlega er á móti sjálfsstæði þjóðarinnar og berst alltaf á móti öllum hagsmunum lands og þjóðar.
Þetta er maðurinn sem barðist fyrir því að allur ICESAVE klafinn yrði settur á þjóðina.
Þetta er maðurinn sem enn skilur ekki ICESAVE dóminn sem sýknaði Ísland af öllum kröfum Breta og Hollendinga og Brussel valdsins. Hann vildi að við hefðum hlotið harðan dóm.
Þetta er maðurinn sem berst af öllu afli gegn því að íslendingar veiði nokkurn makríl innan sinnar eigin fiskveiði lögsögu.
Þetta er maðurinn sem við getum vitað að mun alltaf standa gegn öllum hagsmunum þjóðarinnar.
Þetta er maðurinn sem fyrirverður sig fyrir sína eigin þjóð. Nú afneitar hann líka sögu þjóðarinnar. Hann vill með öllum klækjum koma okkur og þjóð sinni undir Brussel valdið.
Í baráttu þjóðarinnar við að verjast ásælni Brussel valdsins þurfum við einmitt að vera dugleg að velta við fleiri svona steinum í þeirri von að fleiri svona forstokkuð eintök eins og Ómar Bjarki skríði undan þeim.
Það hjálpar okkur gríðarlega í baráttunni til að fólk skilji enn frekar að hagsmunum þjóðarinnar er best borgið utan Evrópusovétsambandsins
Gunnlaugur I., 1.4.2013 kl. 18:07
Ómar er sennilega öflugasti stuðningsmaður ESB andstæðinga hér á blogginu. Heimskan, rembingurinn og kverúlantaraupið er nefnilega óbeisluð hjá honum hann segir það sem landráðamenn og þjóðvandlætingar voga sér varla að segja og sýnir i þá ormagryfju sem hausinn á þessu folki er.
Kallræfillinn býr í einangrun á útnesjum austfjarða og sér aldrei nokkurn mann né ræðir við venjulegt fólk. Hann googlar og gerir sennilega ekkert annað en að sinna þessu. Skiljanlegt að hann líti styrkjahimnaríkið hýru auga og girnist annara manna peninga frekar en að vera sjalfbjarga.
Hann á titilinn pathetic sannarlega skilið.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.4.2013 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.