Sagan, Vesturport og Jónas

Íslandssaga gengur í endurnýjun lífdaga um þessar mundir. Vesturport sýnir söguþætti í RÚV sem fjalla um einstaklinga og atburði á landnáms- og söguöld. Fyrir jól kom út bókin Söguþjóðin eftir Jónas Kristjánsson fyrrum forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar.

Sameiginlegt þáttunum og bók Jónasar er að fornsögunar eru í báðum tilvikum nýttar sem heimildir. Fornsögurnar voru gagnrýnislaust notaðar sem heimildir á fyrri hluta síðustu aldar og féllu í ónáð sagnfræðinga upp úr miðri öldinni og þær nánast afgreiddar sem skröksögur frá a til ö.

Öll sagnfræði frá Heródótosi og Þúkídídesi og áfram er samtímasaga. Hver samtími þarf sína sögu og sagfræðin klæðir hana í viðeigandi búning. Íslendingasögur voru snar þáttur í þjóðfrelsisbaráttunni á fyrri hluta síðustu aldar og menn eins og Jón J. Aðils og Jónas Jónson frá Hriflu skrifuðu kennslubækur í sögu sem kölluðust á við samtímann. Eftir lýðveldisstofnun var ekki lengur þörf á þessari sögu en þó kom ekkert í staðinn fyrir hana og því dagaði hún uppi eins og úrelt kennslurit.

Á síðasta þriðjungi 20. aldar var sígilda Íslandssagan orðin hornkerling. Einn sagnfræðingur var þó ötull í útgáfu á fræðilegri Íslandssögu og hélt um leið háskólakennslu í greininni gangandi, það er Gunnar Karlsson.

Þættir Vesturports og bók Jónasar nota fornsögurnar á gagnrýninn hátt líkt og fræðimenn nota texta Heródótosar og Þúkídídesar með fyrirvara. Frásagnir skrifaðar á 12. og 13. öld eru metnar með hliðsjón af fornleifafundum á þeirri 20. Mat er lagt á líkindi og ólíkindi í frásögnum m.t.t. staðhátta og samanburði við aðrar heimildir.

Endurnýjun sígildrar Íslandssögu er ekki tilviljun. Spurningar um okkur sjálf eru áleitnar eftir útrás, hrun og atlögu að lýðveldinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er nú bara ekkert rétt. Hið rétta er að kjánaþjóðrembingssagnfræði þeirra Aðils og Jónasar hafa verið gegnum gangandi allar götur frá vitleysistímabilinu þarna uppúr 1900.

Að sjálfsögðu hefur það samt haft einhver áhrif að búið er að afsanna alla kjánaþjóðrembingssagnfræði innbyggjar aftur og aftur og þessvegna ekki viðeigandi að setja fram eins í tísku var í upphafi 20.aldar. Bók Jónasar var samt sem áður kennd víða alveg ótrúlega lengi í barnasólum og nánast þangað til í gær bara.

Það segir sig alveg hve búið var að lúberja þennan kjánaþjóðrembing inní aukmingjans innbyggjara hérna, að þegar þeir Framsjallar tæmdu alla sjóði hérna og fóru útí heim til frekari sjóðstæmingar og á endanum voru þeir farnir að stunda vasaþjófnað, að þá var að allt gert með tilvísun í bak og fyrir í kjánaþjóðrembingssögutúlkunina og forsetagarmurinn bókstaflega gerði sjálfan sig og þjóð sína að globalt fífli með hálfvitablaðri þar um.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2013 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband