Sunnudagur, 31. mars 2013
Meira framboð af stjórnmálum en eftirspurn
Um tuttugu framboð standa kjósendum til boða 27. apríl. Ekkert nýju framboðanna nær teljandi árangri, samkvæmt skoðanakönnunum, og nú íhuga sum þeirra að sameinast.
Í ógildu kosningunum til stjórnlagaþings haustið 2010 buðu yfir fimmhundruð manns fram krafta sína til stjórnarskrárvafsturs og þorri þeirra virðist ganga heill til skógar. Almenningur á hinn bóginn lét sér fátt um finnast og sótti illa kjörfund, aðeins þriðjungur atkvæðisbærra lét sér kjörið skipta.
Óhemju framboð af stjórnmálum en fjarska lítil eftirspurn er heilbrigðismerki samfélagins. Jón og Gunna láta sér fátt um finnast og telja sig ekki þurfa fleiri en fjóra til fimm valkosti. Og það er laukrétt hjá þeim hjúum.
Athugasemdir
Hvernig færðu um tuttugu?
Sjálfstæðisflokkur
Framsókn
Samfylking
VG
Björt Framtíð
Hægri Grænir
XL
Dögun
Píratar
Landsbyggðarflokkur
Heimilisflokkur
Húmanistar
Ég kemst í 11 hvað vantar?
Steinarr Kr. , 31.3.2013 kl. 22:33
Alþýðufylkingin, Kristin Stjórnmálasamtök, Lýðfrelsisflokkurinn, Regnboginn, Samtök Fullveldissinna, ef þeir eru allir virkir.
Elle_, 31.3.2013 kl. 23:15
Samstaða?
Elle_, 31.3.2013 kl. 23:19
Esb-væna "Lýðræðisvaktin", sem velur frambjóðendur sína ólýðræðislega, gleymist náttúrlega, af því að það er engin eftirspurn eftir henni.
Jón Valur Jensson, 1.4.2013 kl. 03:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.