Þrjár eyjar, lýðræðið og falsvon evrunnar

Ísland stendur mun betur en evru-ríkin Írland og Kýpur. Öll þrjú ríkin urðu fyrir barðinu á fjármálakreppu. Samdrátturinn gekk hratt yfir á Íslandi enda þjóðin fullvalda og stjórnar sjálf fjármálakerfi sínu. Atvinnuleysi mældist hér mest um tíu prósent í fáeinar vikur, síðan hefur það verið um fimm til sjö prósent.

Írland glímir enn við um 15 prósent atvinnuleysi og samdrátt. Kýpur fer sömu leiðin og mun hvorki sjá vöxt né hóflegt atvinnuleysi næstu árin.

Írland og Kýpur eru læst inn í gjaldmiðlasamstarfi sem tekur af þeim fullveldið og bannar þeim þær bjargi sem fjármálalegt sjálfstæði veitir. 

Heimssýn skrifar um bók eftir finnskan prófessor sem vekur athygli á því að lýðræðið er ósamrýmanlegt sameiginlegum gjaldmiðli.

Á Íslandi var rifist um stjórnarskrá í nokkur misseri og splæst á dýrt ferli til að endurskoða gildandi grunnlög. Eftir umræðuna varð niðurstaðan halda gömlu stjórnarskránni sem tryggir og fullveldi og forræði eigin mála.

Reynsla Grikkja og Kýpverja undirstrikar að eyþjóðir langt frá Brussel skyldu ekki fórna fullveldi sínu fyrir falskar vonir evrunnar um velferð í skjóli evrópskrar samstöðu.


mbl.is Svipað ástand á Kýpur og var hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband