Sunnudagur, 31. mars 2013
Völd, hugmyndir og þjóðir
Sovétríkin voru þjóðríki byggð á hugmyndafræði. Þegar kreppa kom upp í hugmyndafræðinni sundraðist þjóðríkið. Evrópusambandið er pólitísk hugmynd Frakka og Þjóðverja um sameiginlegt forræði yfir álfunni. Verulega reynir á hugmyndina núna þegar sameignlegur gjaldmiðill leggur efnahagskerfi jaðarríkja ESB í rúst.
Bric er viðskiptapólitísk hugmynd hagfræðingsins Jim O'Neill hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs. Hugmyndina fékk hann í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana í New York í byrjun aldar. Forræði Bandaríkjanna í heimsmálum hnignaði og O'Neill spáði því að Brasilía, Rússland, Indland og Kína myndu á næstu áratugum verða leiðandi hagkerfi í heiminum. Þannig var Bric til.
Hugmyndin gerbreytti lífi O'Neill, sem er Breti og heldur með Manchester United, og skóp Goldman Sachs ógrynni tækifæra að færa út kvíarnar á alþjóðlegum mörkuðum.
Viðskiptapólitíska hugmynd hagfræðingsins breytti líka utanríkisstefnu þessara ríkja; þau fundu samstöðu og efndu til ríkjafunda.
Lærdómurinn af Sovétríkjunum, Evrópusambandinu og Bric er þessi: völd byggja á hugmyndum en varanlegar breytingar á valdakerfum gerjast og þróast á hundruðum ára. Rómarveldi til forna spannaði þúsund ár.
Vaxandi veldi leita slagkrafts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Viðskiptagaldrar heyra brátt sögunni til. Matvælaskortur og raunhyggja ábyrgra stjórnmálamann mun fyrr eða síðar leiða til viðskipta með nauðsynjar á raunvirði. Fjármagnsgaldrar og bóluhagkerfi byggð á væntingum mun brátt verða talið leifar eftir siðferðiskekkju markaðshyggjunnar.
Árni Gunnarsson, 31.3.2013 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.