Árni Páll og stórveldin Kýpur og Ísland

Harðari gjaldeyrishöft eru á Kýpur en voru nokkru sinni á Íslandi eftir kreppu, - þó er Kýpur í Evrópusambandinu og með evru. Reynslan afhjúpar enn eina blekkingu íslenskra ESB-sinna um að evran tryggi stöðugleika og bægi frá kreppu. Þvert á mót bæði stuðlar evran að óstöðugleika og gerir kreppuna langvinnari.

Evrópusambandið ákvað að rústa stærstu atvinnugrein Kýpverja, fjármálaþjónustunni. ESB hafði horn í síðu bankakerfis eyjarinnar og fann veikasta blettinn, þjónustuna við rússneska auðkýfinga. Út frá þeirri forsendu var ráðist til atlögu og gerðar kröfur til Kýpverjar sem tryggðu að bankaþjónustan bæri ekki sitt barr.

Skilaboðin frá Brussel eru þau að þeir sem ekki haga sér eins og Þjóðverjar í fjármálum í evru-samstarfinu eru dæmdir í þrot. Wolfgang Münchau, dálkahöfundur Spiegel, segir að eftir meðferð ESB á Kýpur sé traust á bankakerfi jaðarríkja evrunnar farið veg allrar veraldar. Innistæðueigendur í Portúgal, Spáni, Grikklandi, Ítalíu og jafnvel Frakklandi mun ekki treysta þarlendum bönkum fyrir peningunum sínum heldur flytja þá til Þýskalands, Hollands eða Austurríkis.

Fjármagnsflóttinn frá jaðarríkjunum dýpkar kreppuna og gerir þessum þjóðfélögum ómögulegt að sjá til lands. Vonleysi og pólitísk uppdráttarsýki verður afleiðingin.

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar, a.m.k. síðast þegar að var gáð, segði á landsfundi flokksins nýverið að hann ætlaði Íslandi inn í Evrópusambandið til að hafa þar áhrif. Orðrétt sagði formaðurinn

Við viljum ekki verða aðilar að Evrópusambandinu til að sitja þar á forsendum annarra. Við viljum verða fullgildir aðilar því við trúum því að íslenskum hagsmunum sé best gætt með því að við séum við borðið þegar ráðum er ráðið.

Kýpverjar, sem eru þrisvar sinnum stærri þjóð en Íslendingar, sátu við borðið þegar tekin var ákvörðun sem eyðilagði atvinnulíf íbúa eyjarinnar og steypti þeim í efnahagslegt svartnætti.

Aðeins fólk með efnahagslega sjálfseyðingarhvöt styður Árna Pál og Samfylkinguna.

 


mbl.is Kýpur ekki á leið úr evrusamstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Virkilega góður pistill !

Bara staðreyndir.

Birgir Örn Guðjónsson, 29.3.2013 kl. 11:03

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er bara afram sama bla bla-iðhjá Heimssýn og Andsinnum. það virðist sem nefndr aðilar hafi aðeins eitt mottó sem unnið er útfrá: Aldrei, aldrei nokkurn tíman, ræða málefnalega um mál. Aldrei nokkurntíman.

Jú jú, svo segja að annað mottó komi þar fast á eftir: Allt sem gerist í Evróðu = Vont. Og í framhaldi ESB er illt.

Þetta er náttúrulega alveg kostulegt upplegg og mjög furðulegt að einhverjir 3-4 fáist til að taka svona störf að sér. það hlýtur að þurfa að borga mönnum þokkalega fyrir svona.

Hvað er LÍÚ annars að borga fyrir verkin?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.3.2013 kl. 22:20

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þar sem tvær andstæðar skoðanir koma saman,fær hvorug lof frá hinni. Það liggur í hlutarins eðli. Það er tiltölulega rólegt á bloggvígstöðunum um þessar mundir og virðist lítil hætta á yfirbræðslu,en það hitnar á mótorunum rétt fyrir kosningar. Er það ekki ofur eðlilegt að Íslendingar veiti kröftuga mótspyrnu,við greinilega ásælni þeirra ,,evróðu,,sem þú misritaðir sennilega,það hefur hent mig því ð,p liggja saman. Alltaf kemurðu að þessu sama að það þurfi að borga mönnum fyrir,,að verja landið sitt,, þjóð sína,,að börnin okkar eigi sitt griðarland hér, þar sem ótal tækifæri bíða til uppbygginga þar sem næga vinnu er að hafa. Komdu nú með tölur um hvað LÍÚ leggur til í gjaldeyri á hverju ári,það er rammíslenskt og fullkomlega löglegt, leggi það eitthvað til svo þjóðin geti varist þessum hrægömmum. Ég geri athugasemd við sendiráð Esb og þær fúlgur sem þeir dæla í áróður hér. Greinlegt að þið hafið fyrir löngu gert ykkur ónæm fyrir uppljóstrunum,um hverskonar siðlaus athæfi. Áróður esb sinna smaug inn í reiðra manna sálir,strax eftir hrun,en það er að takast að rífa þau ýktustu niður og fólk fengið að vita og sjá slóttugustu stjórnmálasamtökin hlægileg í síbyljunni.

Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2013 kl. 01:33

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Var verið að tala um ESB? Nei Ómar var eitthvað að tjá sig um ESB, frekar óvenjulegt, eða hvað????

  Gleðilega Páska. Allir!

Eyjólfur G Svavarsson, 30.3.2013 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband