Bjarni Ben í pólitískri forystu fyrir ESB-umsókn?

Enginn flokkur utan Samfylkingar er með aðild að Evrópusambandinu sem megináherslu í sinni pólitík. Jafnvel vasaútgáfan af Samfylkingu, Björt framtíð, segir ekki meira en að það eigi að ljúka viðræðum.

Af þessari forsendu leiðir að aðeins einn flokkur getur veitt ESB-umsókn Íslands pólitíska forystu, Samfylkingin.

Þegar formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, segist ætla að hætta viðræðum en efna til þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta næsta kjörtímabilsins verður hann að útskýra hvaða flokkur eigi að veita málinu forystu.

Bjarni Benediktsson virðist gera ráð fyrir því að Samfylkingin verði forystuafl í næstu ríkisstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn leiki hlutverk VG, þar almennir flokksmenn eru harðir andstæðingar ESB-aðildar en forystan ýmist hlutlaus eða hlynnt aðild.

Bjarni Benediktsson formaður er þar með viðskila við Sjálfstæðisflokkinn rúmum mánuði fyrir kosningar. 

Kjósendur munu yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn í hrönnum vegna yfirlýsingarinnar frá Bjarna í gær. 

Eina leið Sjálfstæðisflokksins út úr þessum vanda er að Bjarni Benediksson segi strax af sér formennsku og Hanna Birna taki við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er Hanna Birna ekki alveg jafn ESB holl ef ekki verri?

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2013 kl. 10:26

2 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Þetta er áreiðanlega Ískalt mat hjá BB....

Guðmundur Böðvarsson, 24.3.2013 kl. 10:50

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Bjarni Ben er meinsemd Flokksins.........

Vilhjálmur Stefánsson, 24.3.2013 kl. 11:58

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Forystu Sjálfsstæðisflokksins er ekki treystandi fyrir horn í ESB málinu. Því er nú ver og miður.

Engu skiptir hvort það er BB eða Hanna Birna, þetta fólk er allt saman hálf fatlað þegar kemur að því að standa við skýra stefnu flokksins síns, sem að þeim var samt trúað fyrir.

Þau eru strax farin að sveigja af leið og hefja ESB- svikaslóðina.

Reyndar er nánast engum stjórnmálaflokki treystandi í þessum málum. Sjáum hvernig VG hefur splundrast upp og eftir stendur örvinglaður flokkur á rústum sinnar eigin svikaslóðar.

Og hvað um Framsókn ?

Þeir hafa nú aldrei verið þekktir fyrir að vera með sérlega skýra stefnu. Oftar en ekki hefur stefna flokksins í ýmsum málum verið reikandi og meira minnt á einhverskonar moðsuðu.

En það hefur vissulega gefið Framsókn byr í seglin hvað formaðurinn og forystan var allan tímann staðföst og trú málsstað þjóðarinnar í ICESAVE deilunni.

Einnig hefur fylgið aukist vegna stafastrar andstöðu þeirra við ESB aðild. Sem meðal annars birtist í samþykktum Landsfundar þeirra frá í vetur. Þar sem að þau ályktuðu mjög sterkt gegn ESB aðild og um að viðræðunum yrði slitið og gegn áróðurmálabúllu Evrópusambandsins.

En síðan heyrum við nánast ekkert um þetta frá forystufólki flokksins. Varla orð um það hvernig þau ætli að koma þessari skýru stefnu flokksins í framkvæmd !

Það veit ekki á gott!

Gunnlaugur I., 24.3.2013 kl. 12:01

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Bjarni Ben er búin að fótbrjóta sig og verður aldrei annað en hækja hér eftir. 

Hanna Birna færi ekki að fótbrjóta sig á fyrstu metrunnum í landsmálapólitíkinni, með því að ganga í berhögg við ýfir lýstan vilja þjóðarinnar í tvennum kosningum um Icesave.

Það ber að hafa í huga að á bakvið Icesave var annað og meira sem landinn vissi allt um og hafnaði með tvennum kosningum.Við þá sem nenna ekki að skilja þetta er ekkert að segja.

En við Íslendingar þurfum á Sjálfstæðisflokknum að halda, ef við ætlum ekki að láta anda JóGrímu  halda áfram að rýja okkur.

 

  

Hrólfur Þ Hraundal, 24.3.2013 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband