Kýpur út eða evran í gjaldeyrishöft

Evrópusambandið óttast að björgunarpakki nr. 1 handa Kýpur verði úreltur um leið og bankar opna. Ástæðan er sú að útlendingar, Rússar og Bretar eru flestir, munu tæma inneignir sínar strax og færi gefst. Þar með er borin von að fyrsti björgunarpakkinn dugi.

Til að bregðast við útflæði úr kýpverskum bönkum er ráðgert að setja hámark á úttektir. En þar með eru komin gjaldeyrishöft á kýpverskar evrur og meginreglunni um sameiginlega mynt kastað fyrir róða.

Einfaldasta lausnin er að láta Kýpur í heild sinni fara út úr evru-samstarfinu.


mbl.is Kýpverjar reyna á þolinmæði Merkel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eins og maðurinn sagði "you´re damned if you do and you´re damned if you don´t". 

Nú er þetta bara spurning hvort Berlín eða Brussel verður á undan að finna töfralausnina.

Kolbrún Hilmars, 23.3.2013 kl. 19:38

2 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Helduru virkilega að Brussel finni lausn án þess að Berlín samþykki ?

Dautchland Uber alles, mannstu

Innan ESB gerir enginn neitt, án þess að Berlín samþykki.

Birgir Örn Guðjónsson, 23.3.2013 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband