Kreppan er pólitísk, ekki efnahagsleg

Kreppan byrjaði sem hrun fjármálastofnana, var efnahagskreppa í tvö til þrjú ár, en er núna fyrst og fremst pólitísk kreppa.

Hér er sama og ekkert atvinnuleysi, verðbólga hófleg í íslensku samhengi og hagvaxtarhorfur þokkalegar. Helstu fjármálastærðir innanlands eru búnar að slípast og ríkisfjármálin, með snjóhengju og gjaldeyrishöft, fremur tæknilegt úrlausnarefni en pólitískt.

Áherslur Sjálfstæðisflokksins á skattamál eru rangar. Fáir sannfærast um að lægri skattar á fólk og fyrirtæki sé sniðug hugmynd þegar heilbrigðiskerfið og menntakerfið eru við þolmörk í niðurskurði. Hókus pókus rök um að lægri skattar auki skatttekjur ríkisins þar sem hagvöxtur eykst eru beint úr kokkabókum útrásarinnar og trúverðug eftir því.

Pólitíska kreppan birtist í þrátefli á alþingi vegna atlögunnar að stjórnarskránni og tilræði vinstriflokkanna við fullveldið með ESB-umsókninni. Framsóknarflokkurinn bjó til pólitík úr andstöðunni við þessi stórmál og komst á flug. ESB-sinnar og Icesave-istar lögðu á hinn bóginn lamandi hönd á Sjálfstæðisflokkinn.

Forysta Sjálfstæðisflokksins er höktandi og skröltandi vegna þess að undirstöðurnar eru veikar. Eftir hrun fór ekkert pólitískt uppgjör fram í flokknum og af þeirri ástæðu er Sjálfstæðisflokkurinn á hliðarlínunni kosningabaráttunni.

Eina sem forðar Sjálfstæðisflokknum frá algerri niðurlægingu er að vinstriflokkarnir eru í sýnu verra ástandi. Fyrir sjálfstæðismenn er það varla huggun. 

 


mbl.is Enginn skattlagt sig úr kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það besta við hrunið var að það opinberaðist að þjófar voru að stöfum í helstu fjármálastofnunum landsins og að það voru Evrópu reglur sem studdu þá þjófa til dáða.

Þessu svokallaða hruni er lokið en við búum við pólitíska kreppu smíðaðri af úrvali vinstri manna á íslandi sem lætur okkur, hvar sem við stöndum borga fyrir sig fjölmiðilinn.

Það er rétt hjá þér Páll að Sjálfstæðisflokkurinn hefur rávað um eins og höfuðlaus hæna allt kjörtímabilið svo það er ekki mikils að vænta þaðan.

En við verðum samt að nota ræksnið því annars  heldur andi Jóhönnu og Steingríms áfram með okkur inní stjörnudýrðina og við hættum að vera til.       

Hrólfur Þ Hraundal, 23.3.2013 kl. 15:04

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Þar kom að því að maður varð ósammála þer í einhverju atriði, Páll. Kreppan er sannarlega líka efnahasleg, enda sársaukafullt eftir að heimsblaðran mikla sprakk forðum. Dulbúið atvinnuleysi sem dregur eftirsótt fólk til útlanda, hagvaxtarhorfur engar vegna ofurskattlagningar og algerrar pólitískrar óvissu. Efnahagsmál leggjast þannig í dvala.

ESB-málin eru í réttu horfi hjá XD, þar sem ekki verður haldið afram aðlögun nema fólkið krefjist þess. Icesave voru alger mistök, sem gerir okkur ánægð að hafa almennilega stjórnarskrá og forseta með bein í nefinu.

Fundur sjálfstæðisfólksins í dag sannfærði mig um það að þessi vel samstæði hópur væri til í að fleyta skipinu hratt áfram til vaxtar. Klofningsárátta Jóhönnu- áranna er að baki.

Ívar Pálsson, 23.3.2013 kl. 15:51

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hrólfur ég held að taki undir þetta með þér. Í dag hefur okkur opinberast heimur,sem var áður meira í felum. Blygðunarlausir fantar fundu leið til að veikja þjóðir og gera þær undirgefnar,þeir áttu greiða leið að ærulausu þýinu hér. Væru þessir tímar venjulegir,hefði maður gaman af að staðsetja sig með einhverjum af þeim fjölda flokka sem bjóða fram. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn rúlli þessu upp og flokkur Bjarna Harðar kemur á óvart. Þá er þetta komið hjá fullvalda þjóð.

Helga Kristjánsdóttir, 23.3.2013 kl. 16:36

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hvernig væri nú að aftengja opinber gjöld við neysluverðsvísitölu svona til að byrja með.

Telja síðan þau störf sem voru 2008 eða 2009 og bera saman við nútímann, hafa störf í opinbera geiranum og einkageiranum aðskilin, og draga síðan ályktun af þeirri niðurstöðu.

Hætta þessu kjaftæði með fólk, tala mannamál.

Sindri Karl Sigurðsson, 23.3.2013 kl. 17:17

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þú ert nú einusinni titlaður blaðamaður, hvernig væri að þín stétt tæki sig saman í andlitinu og framkvæmdi sjálfstæða skoðun á hlutunum.

það fór ekki mikið fyrir því á árunum 2003-2007.

Sindri Karl Sigurðsson, 23.3.2013 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband