Björgvin G: Samfylkingin verður 10-15% sértrúarflokkur

Svanur Kristjánsson er hættur í Samfylkingunni, Stefán Ólafsson telur flokkinn haldinn sjálfseyðingarhvöt og Þórhildur Þorleifsdóttir er komin í framboð fyrir Lýðræðisvaktina.

Lykilfólk ýmist yfirgefur Samfylkinguna eða talar flokkinn niður. Hver er skýringin?

Jú, Björgvin G. Sigurðsson er skýringin á óvinsældum Samfylkingarinnar holdi klædd. Þessi fyrrum viðskiptaráðherra flokksins boðar upptöku evru í miðri beinni útsendingu frá efnahagslegum náttúruhamförum evru-ríkisins Kýpur.

Með snillinga eins og Björgvin G. í brúnni festist Samfylkingin í því hlutverki að vera sértrúarflokkur ESB-sinna sem við gera Ísland að hjálendu Brussel hvað sem tautar og raular.

Þegar allt er talið gæti svona flokkur munstrað 10 til 15 prósent fylgi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldinn

Þú skrifar og skrifar en hefur í raun aldrei neitt að segja nema bull og skítkast. Síðan titlar þú þig sem blaðamann.

Baldinn, 22.3.2013 kl. 15:52

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sértrúarflokkur! Ég hef kallað þetta fólk Votta ESB.

Árni Gunnarsson, 22.3.2013 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband