Föstudagur, 22. mars 2013
Björgvin G: Samfylkingin verður 10-15% sértrúarflokkur
Svanur Kristjánsson er hættur í Samfylkingunni, Stefán Ólafsson telur flokkinn haldinn sjálfseyðingarhvöt og Þórhildur Þorleifsdóttir er komin í framboð fyrir Lýðræðisvaktina.
Lykilfólk ýmist yfirgefur Samfylkinguna eða talar flokkinn niður. Hver er skýringin?
Jú, Björgvin G. Sigurðsson er skýringin á óvinsældum Samfylkingarinnar holdi klædd. Þessi fyrrum viðskiptaráðherra flokksins boðar upptöku evru í miðri beinni útsendingu frá efnahagslegum náttúruhamförum evru-ríkisins Kýpur.
Með snillinga eins og Björgvin G. í brúnni festist Samfylkingin í því hlutverki að vera sértrúarflokkur ESB-sinna sem við gera Ísland að hjálendu Brussel hvað sem tautar og raular.
Þegar allt er talið gæti svona flokkur munstrað 10 til 15 prósent fylgi.
Athugasemdir
Þú skrifar og skrifar en hefur í raun aldrei neitt að segja nema bull og skítkast. Síðan titlar þú þig sem blaðamann.
Baldinn, 22.3.2013 kl. 15:52
Sértrúarflokkur! Ég hef kallað þetta fólk Votta ESB.
Árni Gunnarsson, 22.3.2013 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.