Atlagan að 1944 lýðveldinu og klíkukapítalismi

Atlagan að 1944 lýðveldinu er að renna út í sandinn. Stjórnarskráin stendur óhreyfð og ESB-umsóknin er komin á vonarvöl. Litlu munaði að illa færi og að niðurrifsöflin næðu undirtökunum.

Sjálfstæðisflokkurinn stóð vaktina á hruntíma og aðgæsluleysi flokksins gagnvart auðhyggjunni sem var allsráðandi áratuginn fram að hruni er stór hluti skýringarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki enn búinn að gera upp við hrunið. Tilburðir til að kenna ,,klíkukapítalisma" um ófarirnar eru ekki sannfærandi þar sem allur kapítalismi í jafn litlu samfélagi og því íslenska er undirlagður klíkum.

Sjálfstæðisflokkurinn er það stór í stjórnmálakerfi okkar að endurreisn flokksins helst í hendur við endurreisn stjórnmálamenningarinnar. Óli Björn Kárason kemur iðulega með sjónarmið og greiningu sem hvorttveggja í senn tekur mið af veruleikanum eins og hann blasir við en boðar jafnframt skynsamleg undirstöðuatriði.

Til að 1944 lýðveldið verði endurreist þarf að greina hvað fór úrskeiðis í aðdraganda hruns. Eitt sem fór algerlega úr böndunum var yfirgengileg auðssöfnun örfárra manna sem byggði á skipulögðum blekkingum, eins og sjá má á ákærum sérstaks saksóknara undanfarið.

Við týndum jafnvæginu milli auðlegðar og fjölræðis. Auðmennirnir réðu lögum og lofum hér upp úr aldamótum. Þegar þeir féllu tók við hálfgert skrílræði sem vinstriflokkarnir, Samfylking og VG, virkjuðu í sína þágu.

Vinstristjórnin er fallin. Næsta ríkisstjórn verður að stíga varlega til jarðar og vinna að endurreisn 1944 lýðveldisins hægt en örugglega.


mbl.is Aðför að borgaralegu samfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband