Þriðjudagur, 19. mars 2013
ESB-sinnar á flótta
Þrír mánuðir þurfa að líða skemmst frá samþykkt alþingis að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin. Tillaga Þorgerðar Katrínar um þjóðaratkvæði 27. apríl er ekki þingtæk.
Undanhald ESB-sinna hófst 16. júlí 2009 þegar þeir höfnuðu að þjóðin fengi að greiða atkvæði um það hvort sótt skyldi um aðild að Evrópusambandinu.
Alþingi á að leiðrétta mistökin frá sumrinu 2009 og afturkalla umsóknina. Það er seinni tíma mál hvort efna ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort þráðurinn verður tekinn upp að nýju.
Kosið verði um ESB 27. apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í febrúar 2009 voru 64% aðspurðra sögðust hlynntir aðildarviðræðum en 28% voru þeim andvíg og tæp 8% voru hvorki hlynnt þeim né andvíg, þannig að það var bara eðlilegt að Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið 16. júlí 2009.
En auðvitað er það þér þyrnir í augum að sjá að meirihluti vill klára viðræðurnar...sem er bara eðlilegt.
Þú ert löngu orðinn marklaus með þessum endalausum þvættingi.
Friðrik Friðriksson, 19.3.2013 kl. 22:01
Hvað er Friðrik að vísa í? Það sem kemur frá ESB-miðlunum er ómarktæk þvættingur.
Elle_, 19.3.2013 kl. 22:30
Ómarktækur þvættingur. Þar fyrir utan var það ekki alvöru þjóðaratkvæði.
Elle_, 19.3.2013 kl. 22:30
Allt frá því umsóknin var samþykkt, eftir þvingaðar aðfarir að þeim þingmönnum sem vildu ekki samþykkja,hefur blundað von um rettlæti forsætisráðherra. Það eru nu orðin 4 ár,þegar Hreyfingin var ekki skilin öðruvísi en andvig aðild. Eða man ég það ekki rétt,að stöllurnar í Hreyfingunni, voru fullar af vandlætingu yfir Jóhönnu sem tók þingkonu/r ,ófúsar að samþykkja, undir vegg og braut niður vilja þeirra,afrekskona Jóhanna. Sjálfar eru þær í dag eins og einar af stjornarliðinu. Þannig byrjaði þessi stjórn,og rett að hún skili aftur þvi sem hún er búin að hafa af okkur,sækjum aftur umsóknina í ESB. Var/er ekki lýðræði á óskalistanum.
Helga Kristjánsdóttir, 19.3.2013 kl. 23:14
Það var meirihluti Alþingis sem hóf viðræðurnar við ESB, án samráðs við þjóðina og það er eðlilegt að endurkosið Alþingi slíti viðræðunum straks og það kemur saman. Höldum almenningi utan við hringavitleysu ríkisstjórnarinnar.
Þeir þingmenn sem kjósa með tillögu Þorgerðar opinbera sig sem kjölturakka Evrópusambandsins. Það verður upplýsandi að sjá svart á hvítu hverjir það eru.
Hvort er Þorgerður að leggja til að þjóðarkönnun verði 27. apríl eða ekki ?? Hún segir:
"Alþingi ályktar að samhliða alþingiskosningum 27. apríl 2013, þó aldrei síðar en samhliða sveitarstjórnarkosningum árið 2014"
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 20.3.2013 kl. 00:14
Það er rétt að benda á að það var einnig skoðanakönnun framkvæmd í aðdraganda þessar höfnunnar þar sem meirihlutinn vildi fá að kjósa um þetta. Nálægt 70%
Hlynntir aðildarviðræðum eða ekki vildi fólkið fá að ráða því hvort lagt yrði upp í þessa vegferð.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2013 kl. 02:02
Sneypuförinni til Evrópu er lokið. Að loknum kosningum mun meirihluti Alþingis samþykkja ályktun um að hætt verði tilraunum til að innlima Ísland í Evrópusambandið.
Meirihluti landsmanna er andvígur ESB-aðild. Skoðanakannanir frá því í ágúst 2009 sýna að þeim sem eru andvígir ESB hefur jafnt og þétt fjölgað úr 60% í þau 70% sem nú eru andvígir ófreskjunni.
http://www.si.is/media/althjodlegt-samstarf/4022801_Samtok_Idnadarins_210213.pdf
Umboð sitjandi Alþingis er á þrotum. Eftir 27. apríl mun nýtt Alþingi ráða þjóðarkönnunum. Eftir þann tíma mun engu máli skipta hvaða heimskulegu ákvarðanir sitjandi þing tekur. Tími þjóðsvikara á ríkisspenanum er að líða.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 20.3.2013 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.