Evru-sósíalismi: Össur vill innlimun

Í evru-ríkinu Kýpur eru bankar lokaðir almenningi á meðan ESB ákveður hversu mikil eignaupptakan skuli vera á innistæðum. Ekki einu sinni í hruninu á Íslandi 2008 voru bankar lokaðir.

 

Evru-sósíalisminn kemur hart niður á smáþjóðum enda stjórna stórþjóðirnar Þýskaland og Frakkland atburðarásinni.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra vill inn í sæluríki evrunnar og segir það ,,óhjákvæmilegt" að Íslandi verði innlimað í Evrópusambandið.

Íslendingar fá tækifæri til að losa sig við Össur ,,óhjákvæmilega."

 

 


mbl.is Bönkum lokað fram á fimmtudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Össur væri eflaust ágætur ef honum yrði stungið í samband við raunveruleikann.

Var að fletta upp í bresku pressunni á netinu varðandi Kýpurmálið og rakst þar á eina yfirlætislitla athugasemd lesanda; að ESB elítan væri að nota Kýpur sem "prufu".

Sá vildi meina að ef upptöku-aðgerðin í svona litlu og ómerkilegu ríki misheppnaðist myndi aðgerðin lítil verða - öfugt við ef þetta yrði reynt á Ítalíu eða í Frakklandi.

Össur ætti kannski frekar að hlera rödd almúgans í ESB ríkjunum frekar en elítunnar í Brussel.

Kolbrún Hilmars, 18.3.2013 kl. 18:35

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

"myndi afleiðingin lítil verða" átti þetta að vera í 3ju málsgrein 

Kolbrún Hilmars, 18.3.2013 kl. 18:37

3 Smámynd: Guðmundur Karlsson

ESB er að reyna að komast hjá því að bjarga kröfuhöfum þessara banka (innistæðueigendum) sem hafa sett stórar illa fengnar upphæðir þar inn til þess að fela frá skattyfirvöldum. Aðallega Rússnesk mafía.

Það eru yfirvöld í Kýpur sem eru að reyna að vernda þessa aðila, þá ríku í Kýpur og þá sem vilja þvo peninga í Kýpur.

Hefur þú eitthvað á móti ESB?

http://www.slate.com/articles/business/moneybox/2013/03/cyprus_depositor_haircuts_the_cypriot_bank_bailout_is_unfair_but_it_contains.html

Guðmundur Karlsson, 18.3.2013 kl. 19:58

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Takið eftir að Valdaelítan í Brussel myndi aldrei fyrirskipa að gera svona eignaupptöku og rán hjá innistæðueigendum í stóru ríkjum EvrópuSovétSambandsins.

Nei það er talið allt í lagi að fara svona með innistæðueigendur í svona litlu ríki eins og Kýpur !

Við skulum heldur aldrei gleyma hvernig þetta sama EvrópuSovétSamband ætlaði að neyða almenning á Íslandi til þess að taka á sig ólögvarðar kröfur ICESAVE hörmungarinnar !

Gunnlaugur I., 18.3.2013 kl. 22:40

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

reyndar benda fréttir til þess að lægri upphæðir sleppi - hef bæði séð talað um 20þ og 100þ evrur. það væir nokkuð sem íslendingar vildu eftir okkar hrun - sjáum til hvað gerist

Rafn Guðmundsson, 19.3.2013 kl. 00:04

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Innstæðutryggingin hlýtur að bjarga evrunni.

Alveg eins og verðtryggingin bjargaði krónunni.

Bíddu nú aðeins við....  ?

Guðmundur Ásgeirsson, 19.3.2013 kl. 00:40

7 identicon

Það er sennilega rétt að þetta yrði ekki látið gerast í stærra ríki. Hinsvegar verður að viðurkennast að hugmyndin er alls ekki svo galin. Hverjum stendur það annars nær að bjarga bönkum en einmitt innistæðueigendum? Vegagerð og vegabætur eru kostaðar með skattlagningu á eigendur bíla, er ekki eðlilegt að bankabjörgun sé kostuð að hluta af eigendum bankareikninga?

Það má svo sem kalla þetta eignaupptöku en hið opinbera stundar eignaupptöku úr launaumslögum um hver mánaðamót.

Er það sjálfgefið að allar aðgerðir til varnar fjármálastöðugleika skuli vera á kostnað launamanna?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 19.3.2013 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband