Laugardagur, 16. mars 2013
ESB-deild Sjálfstæðisflokks og lina forystan
Sjálfstæðisflokkur tapar atkvæðum í stórum stíl til Framsóknarflokksins. Það gefur auga leið að það eru ekki ESB-sinnar í Sjálfstæðisflokknum sem fara yfir á Framsókn. Miklu líklegra er að kjósendur sem orðið hafa fyrir vonbrigðum með hökt og hik forystu Sjálfstæðisflokksins í stærri málum ætli að veðja á Framsóknarflokkinn.
ESB-sinnar í Sjálfstæðisflokknum eiga gætu hafa farið yfir í Samfylkinguna sem mælist núna um 12 prósent. Þannig að ekki eru þau mörg atkvæðin sem fljóta frá Sjálfstæðisflokki yfir í Samfylkingu.
Atgangur ESB-sinna í Sjálfsstæðisflokknum grefur undan trúverðugleika flokksins, einkum og sér í lagi þar sem forystan talar ekki á móti af hörku heldur lætur hún eins og ESB-sinnar hafi eitthvað til síns máls.
Með því að tala ekki máli almennra flokksmanna og samþykkta landsfundarins, um að ESB-umsókn skuli afturkölluð, grefur forysta Sjálfstæðisflokksins sína eigin gröf. Í stórum málum þarf afgerandi afstöðu. Það sést best á því hvað Icesave-málið gerði fyrir Framsóknarflokkinn.
Lágmarksreisn fyrir þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er búinn að vera í sjálfstæðisflokknum síðan, 1961. En nú er sá flokkur sem ég gekk í ekki lengur til. Gamli flokkurinn er með öllu horfin sem er kannski eðlilegt en það er spurning hvort hann hentar mér lengur. Mér er annt um þennan flokk en hann verður að gera betur ef duga skal. og vera hreinskilin í sínum málum sem mér finnst hann ekki vera. Hreinsa þarf betur til.
Eyjólfur G Svavarsson, 16.3.2013 kl. 19:26
Flokkurinn er stefnulaus með Bjarna Ben sem Formann........
Vilhjálmur Stefánsson, 16.3.2013 kl. 23:17
Fyrst að Framsóknarflokkurinn vann "svokallaðan sigur" í Icesave málinu þá heldur fólk að hann sé sá eini rétti, geti lækkað skuldir sínar.
Kjartan Aðalbjörnsson, 17.3.2013 kl. 01:19
Grun stefnumál Sjálfstæðisflokksins eru þarna en þá og fólkið sem studdi þau er þarna en þá.
En að setja rolur til forustu, sem aldrei vita á hvaða þúfu á að stíga næst, þær lendi bara ofaní aftur og aftur.
Hrólfur Þ Hraundal, 17.3.2013 kl. 08:26
Grun stefnumál Sjálfstæðisflokksins eru þarna en þá og fólkið sem studdi þau er þarna en þá. En að setja rolur til forustu, sem aldrei vita á hvaða þúfu á að stíga næst, veldur því að þær lendi bara ofaní aftur og aftur. Leita þarf uppi ástæður þessarar skipunnar.
Foringi sem lætur afvegaleiða sig eins og gerðist, verður aftur afvegaleiddur og því verður hann að vera undir ströngu eftirliti.
En ef sjálfstæðisflokkurinn verður ekki með í næstu ríkisstjórn þá heldur hjörð Jóhönnu og Steingríms áfram að brjóta hér niður alla mótstöðu gegn ESB aðild við mögl frá Framsókn, en meira en mögl verður það ekki.
Hrólfur Þ Hraundal, 17.3.2013 kl. 09:51
Ah! Svona gerist þegar maður hlýðir skipunnum húsfreyjunnar og fer út með ruslið á stundinni og setur í uppþvotta vélinna í leiðinni og hlustar á dagsskipannir með lokuð eyrun og horfir á flugunna í glugganum.
Hrólfur Þ Hraundal, 17.3.2013 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.