Evran og lýðræði er innbyrðis mótsögn

Kýpur er fimmta evru-ríkið sem fær neyðarlán vegna yfirvofandi gjaldþrots. Alls eru evru-ríkin 17 og  hartnær þriðjungur þeirra er á barmi gjaldþrots. Evrópuvaktin segir frá örvæntingarfullri leit leiðtoga evru-landanna að útgönguleið úr kreppunni.

Þegar kurlin koma öll til grafar eru aðeins tvær leiðir færar fyrir evru-ríkin. Annað hvort verður að smíða yfirþjóðlegt ríki þar sem helstu valdheimildir í ríkisfjármálum eru á einni hendi eða að vinda ofan af evru-samstarfinu.

Ef fyrri kosturinn verður tekinn er lýðræðinu jafnframt fórnað, einfaldlega vegna þess að á bakvið nýja sam-evrópska ríkisvaldið er enginn vettvangur fyrir almenning. Þessi kostur er nær ómögulegur þar sem ríkisstjórnir evru-ríkja eru enn bundnar af almannaviljanum heima fyrir, - sem hafnar hugmyndinni um Stór-Evrópu.

Evran og lýðræðið er innbyrðis mótsögn, eins og Jeremy Warner segir:

A monetary union of fiscally and democratically sovereign nations is a contradiction in terms. It can never be made to work. The economic destruction they are visiting on their populations in the name of peace is a tragedy to behold. 

 


mbl.is Kýpur fær neyðarlán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Það hefur aldrei verið lýðræði í esb. Þetta er byggt á hugmyndinni „ég vil stjórna" þannig að esb er ekki ólíkt keisaradæmi - þar sem þegnarnir eiga að hlýða yfirvaldinu.

Ómar Gíslason, 16.3.2013 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband