Föstudagur, 15. mars 2013
Sjáflstæðisflokkur talinn morkinn með litla sannfæringu
Kjósendur snúa baki við Sjálfstæðisflokknum vegna þess
a) ekkert uppgjör fór fram
b) forysta flokksins sýnir ekki sannfæringu í nokkru stóru máli
Málamiðlunarárátta forystu flokksins er einfaldlega ekki trúverðug.
Framsókn með 32% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það var brjálæði að kjósa Bjarna Ben í upphafi sem Formann Flokksins...........
Vilhjálmur Stefánsson, 15.3.2013 kl. 23:22
Alvarlegast feillin er anvaða áfram án þess að reyna að sinna skoðunum hins þögla meirihluta sem á að koma af gömlum vana méð réttan kjörseðil.
Hræddur er ég um að margir sitji hundóánægðir heima í næstu tvennum kosningum.
Stjórnmálamenn hafa markað sért bás fjarri rithöndum okkar og hugsunum,en búast að við segjum svo hallelúja langan kjördag.
Sinnið fyrst ahugasemdum borgaranna sem koma víða fram m.a. í persónulegum bréfum til ykkar.
Athugið að Íslendingar ertu ekki hópsálir, heldur réttsýnir framfaramenn í þágu fjöldans.
Endilega varist að binda bandalag við samfylkingarmenn sem hugsa bara um að koma sem flestum sínum í vellaunaðar óuppsegjanlegar stöður.
Ég er sjálfstæðiskrati sem vill að allir njóti góðs af þjóðartekjum eftir framlagi og getu hvers og eins. Ég hygg að þorri Sjálfstæðismanna sé svo þenkjandi. Ef hann situr heima á kjördegi verður fylgið 25-27%.
Vörumst ESB-sinnana í flokknum og þá fáu sem enn halda að megi traðka hinum minnstu brræðrum.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.3.2013 kl. 00:00
Ættarveldi og flokkseigendafélög geta ekki lengur treyst á "hjarðhegðun" kjósenda utan Landsfundar!
Ómar Bjarki Smárason, 16.3.2013 kl. 00:33
Heimir hvað meinar þú: "margir sitji hundóánægðir heima í næstu tvennum kosningum." næstu tvennum kosningum?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sáð lélegu útsæði og uppskeran er í takt.
Ég sagði vini mínum sem er Sjálfstæðismaður í húð og hár að það yrði að fara fram detox hjá þeim - láta fólk hætta sem tóku þátt í svindlinu og óheiðarleikanum sem landsmenn þurfa að líða fyrir. Hann var ekki sammála mér. Ég hef ekki samúð með Sjálfstæðismönnum en fylgið þeirra hefur dvínað eftir landsfundinn þeirra sem var alls ekki í takt við almenning sem hefur liðið fyrir gjörðir spilltra stjórnmálamanna og útrásavíkinga.
Læt þetta duga :-)
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.3.2013 kl. 04:05
Já en það varð hrun,sögðu þau Jóhanna og Steingrímur þegar gagnrýnin dundi á þeim. Sem betur fer sýnast flokkar þeirra ætla að bera afhroð í komandi kosningum. Satt að segja kem ég ekki auga á hvernig uppgjör menn heimta af Sjálfstæðisflokknum. Stjórnarmönnum úr þeirra röðum hefur verið stefnt fyrir Landsdóm,einn hefur fengið dóm fyrir innherjasvik,á kjörtímabilinu. Hvað var Össur að gera í Spron,svona eitt dæmi sem ég man í augnabliki,seldi hann ekki verðbréf, innherjinn sem vissi af yfirvofandi hruni. Rósa,afhverju ætti fylgi Sjálfstæðisflokksins að dvína,vegna spilltra útrásarvíkinga,? Veit ekki betur en Samfylking og útrásarvíkingurinn Jón Ásgeir séu í staðfastri sambúð,aða ætli segi ekki allt að því.
Helga Kristjánsdóttir, 16.3.2013 kl. 05:32
Sæl Helga
Lesa aðeins betur. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur dvínað eftir landsfund þeirra - landsfundinum var ekki í takt við almenning í landinu að mínu mati og svo kom orðið "sem" hefur liðið fyrir gjörðir spilltra stjórnmálamanna - sem tilheyra mörgum flokkum og einnig vegna gjörða Útrásavíkinga.
Mér finnst að fólk sem tóku þátt í spillingunni eigi að víkja m.a. í Sjálfstæðisflokknum.
Gæti tiltekið að ég er ósátt við dómskerfið sem er stjórnað m.a. af dómsmálaráðherra. Það þarf að stokka upp kerfið. Ef ég stel einu belti fæ ég sekt en ef ég stel fleiri milljónum þá ná ekki lögin yfir mig. Kannski vinn ég í nokkra mánuði á virtri stofnun á meðan ég er á skilorði. Finnst ég þá sleppa ódýrt.
Læt þetta duga.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.3.2013 kl. 17:34
Á meðan forusta og landsfundarfulltrúar flokksins eru ólæsir á í hvaða takt hjarta hins almenna kjósanda flokksins slær þá mun flokkurinn hrista af sér fylgið. Það kæmi ekki á óvart þó hann færi niður undir 20% þegar talið verður upp úr kössunum í lok apríl. Og augljóslega horfa fyrrum kjósendur til næsta bæjar og fylgi Framsóknar vex og vex.... Þetta var nokkuð fyrirséð.
Ómar Bjarki Smárason, 16.3.2013 kl. 18:39
Þetta er algjörlega rétt hjá þér Páll
Kjartan Aðalbjörnsson, 17.3.2013 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.