Fimmtudagur, 14. mars 2013
Engin framtíð í sjónvarpsrekstri
Til að horfa á enska boltann borgar maður 800 krónur á mánuði til fjarskiptafyrirtækis. Stöð 2 rukkar fimmþúsundkall og meira fyrir sömu þjónustu. Æ fleiri fatta óguðlega álagningu Stöðvar 2 og segja upp áskrift.
Rekstur 365 miðla byggir á áskriftarsjónvarpi annars vegar og hins vegar ókeypis dreifingu Fréttablaðsins. Hvorugt á framtíð fyrir sér. Netflex og sambærileg þjónusta grefur undan áskriftarsjónvarpi og ókeypis fréttablöð verða undir í samkeppninni við auglýsingapésa sem þykjast ekki vera með fréttir.
Skiljanlega vill Jón Ásgeir gera 365 miðla að símafyrirtæki.
365 miðlar komnir á fjarskiptamarkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.