Sitjandi þing er umboðslaust

Ótækt er að sitjandi alþingi taki pólitískar ákvarðanir á lokadögum þingsins. Formlegt umboð sitjandi þingmanna rennur út eftir sex vikur en pólitískt umboð þingsins er löngu útrunnið, - það sýna skoðanakannanir sem í meira en tvö ár mæla ríkisstjórnarflokkana í afgerandi minnihluta meðal þjóðarinnar.

Alþingi ætti að slíta strax.

Ef nauðsyn krefur er hægt að halda sumarþing þegar búið er að mynda nýja ríkisstjórn. Fyrsta verk sumarþingsins væri að bæta fyrir mistökin frá 16. júlí 2009 þegar ESB-umsóknin var samþykkt af þingmeirihlutanum sem verður í minnihluta eftir 27. apríl næst komandi.


mbl.is Vill þing fram að páskum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband