Mánudagur, 11. mars 2013
Ríkisstjórnin er hryllingsbúð Jóhönnu Sig.
Þegar frá upphafi var ríkisstjórn Jóhönnu Sig. án umboðs þjóðarinnar í stærstu málum. Samfylkingin, sem fékk innan við 30 prósent stuðning við ESB-umsóknina, fékk að ráða ferðinni í utanríkismálum fyrir tilstilli svika þingmanna VG. Þar með ríkisstjórnin komin í beina andstöðu við afgerandi meirihluta þjóðarinnar í stærsta pólitíska álitamáli seinni tíma stjórnmálasögu landsins.
Í Icesave-málinu beið ríkisstjórnin ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslu ekki einu sinni heldur í tvígang. En áfram hélt ríkisstjórnin störfum og naut þess að Þór Saari, Margrét og Birgitta vildu ekki lenda á götunni og héldu þess vegna í þingsætin.
Valgerður Bjarnadóttir viðurkenndi í pistli að stjórnarmeirihlutinn var fallinn veturinn 2011 til 2012. Vinstriflokkarnir eru í þykjustumeirihlutastjórn sem kemst hvorki afturábak né áfram. En brátt fellur tjaldið og þjóðin getur varpað öndinni léttar:
Loksins, loksins hillir undir lok hryllingsbúðar Jóhönnu Sig.
Leikrit sem fólk vill ekki sjá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Erfitt að bíða.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.3.2013 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.