Mánudagur, 11. mars 2013
Ríkisstjórnin er hryllingsbúđ Jóhönnu Sig.
Ţegar frá upphafi var ríkisstjórn Jóhönnu Sig. án umbođs ţjóđarinnar í stćrstu málum. Samfylkingin, sem fékk innan viđ 30 prósent stuđning viđ ESB-umsóknina, fékk ađ ráđa ferđinni í utanríkismálum fyrir tilstilli svika ţingmanna VG. Ţar međ ríkisstjórnin komin í beina andstöđu viđ afgerandi meirihluta ţjóđarinnar í stćrsta pólitíska álitamáli seinni tíma stjórnmálasögu landsins.
Í Icesave-málinu beiđ ríkisstjórnin ósigur í ţjóđaratkvćđagreiđslu ekki einu sinni heldur í tvígang. En áfram hélt ríkisstjórnin störfum og naut ţess ađ Ţór Saari, Margrét og Birgitta vildu ekki lenda á götunni og héldu ţess vegna í ţingsćtin.
Valgerđur Bjarnadóttir viđurkenndi í pistli ađ stjórnarmeirihlutinn var fallinn veturinn 2011 til 2012. Vinstriflokkarnir eru í ţykjustumeirihlutastjórn sem kemst hvorki afturábak né áfram. En brátt fellur tjaldiđ og ţjóđin getur varpađ öndinni léttar:
Loksins, loksins hillir undir lok hryllingsbúđar Jóhönnu Sig.
Leikrit sem fólk vill ekki sjá | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Erfitt ađ bíđa.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.3.2013 kl. 17:40
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.