Mánudagur, 11. mars 2013
Valgerður: vinstristjórnin var fallin 2011/2012
Valgerður Bjarnadóttir viðurkennir að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. naut ekki lengur meirihluta veturinn 2011/2012 og því hafi ekki verið þorandi að samþykkja nýja stjórnarskrá þá enda verður að boða til kosninga strax í kjölfarið. Orðrétt segir Valgerður
Spurt hefur verið af hverju fjallaði þingið ekki um frumvarp til stjórnskipunarlaga veturinn 2011 2012? Svar: það var gert á ótal fundum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þangað kom fjöldi gesta, sumir voru gagnrýnir aðrir ekki. Auðvitað kom ekki til greina að freista þess að frumvarpið yrði samþykkt á því þingi. Vegna þess að um leið og það hefði verið samþykkt hefði þurft að rjúfa þing.
Stjórnarmeirihlutinn vildi ekki rjúfa þing veturinn 2011/2012 vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir voru komnir í minnihluta hjá þjóðinni og enginn möguleiki var á að vinstristjórnin sæti áfram eftir kosningar.
Það er í samræmi við verulega undarlegar hugmyndir Samfylkingar um lýðræðið að Valgerður Bjarnadóttir telur sjálfsagt að minnihlutastjórn vinstrimanna þvingi fram nýja stjórnarskrá sem eigi að endast næstu áratugina. Þetta er sami hrokinn og kemur fram í tilburður Samfylkingar að þvinga Ísland inn í Evrópusambandið, þótt afgerandi meirihluti þjóðarinnar sé andvígur aðild.
Valgerður: Mér er ómögulegt að þegja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.