Upplausn í þingflokki Samfylkingar: Árni Páll léttvægur

Hvorki Valgerður Bjarnadóttir né Lúðvík Geirsson, þingmenn Samfylkingar, hlýða kalli Árna Páls Árnasonar formanns flokksins um að bera stjórnarskrármálið undir skemmri skírn. Stjórnarskrármálið er aðeins yfirvarp fyrir andstöðu þingmanna.

Þingflokkur Samfylkingar, sem samkvæmt skoðanakönnunum verður helmingi minni eftir kosningar en hann er í dag, er í uppreisn gegn nýkjörnum formanni. Árni Páll klúðraði því sem nýkjörinn formaður á ætíð að gera; að skila flokknum auknu fylgi.

Tvær mælingar sem sýndu Samfylkinguna með 12,8 prósent fylgi fengu þingmenn flokksins til að sjá rautt. Áður en Árni Páll tók við formennsku sýndu kannanir Samfylkinguna með um 20 prósent fylgi.

Árni Páll er ekki jafnaðarmaður, hvorki að upplagi né í pólitískri hugsun. Árni Páll er ESB-sinnaður sjálfstæðismaður holdi klæddur; maður sem fleytir rjómann af öllu sem hann kemst í tæri við, hvort heldur skattfé almennings eða styrkir frá ESB.

Þegar Árni Páll í ofanálag skaffar ekki atkvæðin er hann strax orðinn persona non grata í þingflokknum.

Árni Páll fékk afgerandi kjör til formennsku í Samfylkingunni. Sem segir okkur að flokksfélagar sjá Samfylkinguna ekki sem breiðan og stóran jafnaðarmannaflokk heldur lítinn og sætan endurfæddan Alþýðuflokk með stórum staf en litlu innihaldi. Þannig flokkur yrði varaskeifa fyrir Framsóknarflokkinn í samstarfi við Sjálfstæðisflokk.


mbl.is Lúðvík sagði sig frá málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef þú telur að Árni Páll á heima í Sjálfstæðisflokknum þá hefur þú lítið álit á þeim flokki.

Og ekki mikla pólitiska þekkingu.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.3.2013 kl. 10:24

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það þarf hvorki lítið álit á Sjálfstæðisflokknum né góða þekkingu á pólitík til að sjá hvern mann Árni Páll ber, S&H.

Þetta skaðar ekkert Sjálfstæðisflokkinn, enda Árni Páll ekki félagi í honum. Hins vegar er þetta mikill skaði fyrir Samfylkinguna, eins fylgi þess flokks ber með sér.

Gunnar Heiðarsson, 9.3.2013 kl. 11:00

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gunnar

Þú fer nú þvers og krus

Þú segir að Árni Páll "hefur lítinn mann að bera"

En Páll segir að Árni Páll er XD maður "holdi klæddur"

Ef maður sem hefur "lítinn mann að bera" og er því einhver flokki holdi klæddur... þar sá flokkur ekki að vera fyrir fólk sem hefur "litla menn að geyma"?

Í rauninnii lekur bullið útur þér drengur!!

Sleggjan og Hvellurinn, 9.3.2013 kl. 12:27

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég sem kjósandi XD vill ekki bendla flokkinn minn við Árna Pál

Sleggjan og Hvellurinn, 9.3.2013 kl. 12:28

5 Smámynd: Steinarr Kr.

Í fyrsta skipti er ég sammála Sleggjunni eða Hvellinum.

Árni Páll er enginn Sjálfstæðismaður og hefur aldrei verið. Hann er týpan sem singur Nallann við minnsta tækifæri, þó svo að yfirborðið sé annað og mýkra.

Steinarr Kr. , 9.3.2013 kl. 21:43

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú ert þá sammála að Páll er að rugla.

segja að þessi drengur sé XD maður holdi klæddur?

það er þá ekki í fyrsta skipti sem páll bullar

gerir lítið annað

Sleggjan og Hvellurinn, 10.3.2013 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband