Fimmtudagur, 7. mars 2013
Alþingi á að slíta strax
Alþingiskosningarnar eru eftir sjö vikur en samt bólar lítið á pólitískri umræðu sem gæti auðveldað almenningi að velja á milli ólíkra kosta. Í stað stjórnmála næsta kjörtímabils er rifist um hvernig dauða stjórnarskrármálið skuli urðað.
Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálaflokka í lýðræðisríki er að bjóða fram pólitíska stefnu. Stjórnmálaflokkarnir eru á framfæri almennings til að sinna þessu verkefni.
Til að stjórnmálaflokkarnir komist til þess starfa, sem almenningur á kröfu á að þeir sinni, á að slíta alþingi strax.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.