Þriðjudagur, 5. mars 2013
Völd Íslands 0,06 til 0,8 prósent í ESB
Sérhver Íslendingur er með tilkall til fiskveiðiauðlindarinnar. Átján ára og eldri Íslendingar ákveða í félagi við samlanda sína hvernig veiðum skuli háttað á þessari meginauðlind þjóðarinnar. Við sem þjóð förum með öll völd fullvalda þjóðar yfir náttúruauðlindum okkar.
Ef Ísland væri aðili að Evrópusambandinu myndu íslenskir ráðmenn ekki ákveða hvernig fiskimiðin væru nýtt. Valdhafarnir væru embættismenn og stjórnmálamenn frá Spáni, Portúgal, Frakklandi, Póllandi, Þýskalandi, Skotlandi, Írlandi og annarra þjóða sem eru í sambandinu.
Tómas Ingi Olrich, fyrrum menntamálaráðherra, þekkir vel til í völundarhúsum valdsins á meginlandi Evrópu. Í Morgunblaðsgreininni segir Tómas Ingi frá baktjaldamakkinu og valdatogstreitunni sem fylgir því að úthluta kvóta í Brussel til sjómanna og útgerða í Evrópusambandinu.
Vægi Íslands í valdatafli Evrópusambandsins er þegar ákveðið. Við fáum sex þingmenn af 750 þingmönnum, það gera 0,8 prósent áhrif. Í leiðtogaráðinu fáum við atkvæðavægi í samræmi við íbúafjölda; Íslendingar eru 300 þúsund á móti 500 milljónum íbúa ESB - áhrif okkar verða 0,06 - segi og skrifa núll komma núll sex prósent.
Samfylkingin og ESB-sinnar vilja að færum Brussel ákvörðunarréttinn yfir fiskveiðilandhelginni og fá í staðinn áhrif sem mælast á bilinu 0,06 til 0,8 prósent.
Samið um fisk og fleira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð og gagnleg upprifjun.
Árni Gunnarsson, 5.3.2013 kl. 10:41
Afhverju fær áróðusstofa ESB hér á landi í skjóli ríkisstjórnarinnar að vaða hér um landið og breyða út boðskap um hvað ESB sé gott og heilagt sem er bara helber lygi og ég held að það sé kominn tími á að hér sé sagður sannleikurinn um hvað er í boði en ekki vera með þessar endalausu lygar...
Marteinn Unnar Heiðarsson, 5.3.2013 kl. 10:51
Það mun vera alveg sama hve mikil völd íslendingar hafa þeir ná engum málum í gegn nema láta eftir aðgang að auðlindunum. Svo er spurningin hvað væri það sem við viljum ná í gegn hjá ESB þar sem í dag getum við ákveðið sjálfir og því meir ef við hættum öllum samskiptum við ESB vegna EES. Þetta er allt spurningar um völd einstakra ráðherra.
Valdimar Samúelsson, 5.3.2013 kl. 11:28
Hvar er þessi ,,fullvalda þjóð" til húsa? Í LÍÚ húsinu eða? Eg man barasta ekki eftir því að nefnd ,,fullvalda þjóð" hafi nokkurntíman haft neitt samráð við mig um ,,ákvörðunarrétt yfir fiskveiðilandhelginni".
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.3.2013 kl. 12:12
Ómar. hvað skiptir máli hvar þjóðin er og hvort hún sé fullvalda nú eftir þennan terrorisma sem hefir riðið yfir hana. Nú höfum við tækifæri að verða fullvalda. taktu þetta í minni bitum. Sonur eða dóttir sem eru undir agar föður eða móður hefir samkvæmt lögum þegar hann eða hún er 18 ára þá eru þau sjálfráða og hafa leifi til að rífa sig frá foreldrum sínum. Þar með fá þau sjálfstæði. Við sem þjóð viljum flest öll okkar sjálfstæði aftur sem tekið var frá okkur. Seg þú mér Ómar.? Vilt þú ekki sjálfstæði. Ertu hræddur um að þú getir ekki höndlað þig. Það eru tvær leiðir sem ég get bent þér á. Farðu til Evrópu sem pólitískur flóttamaður eða gefðu frá þér sjálfræðið og settu þig á bæinn. Ég vil sjálfstæði fyrir mig og mín börn. Þau fæddust á Íslandi og ef þeim líkar það ekki þá er þeim frjálst að flytjast erlendis.
Valdimar Samúelsson, 5.3.2013 kl. 12:45
Bíddu nú við, ber að svo að skilja að ,,við" höfum einu sinni verið ,,sjálfstæð" eða ,,fulvalda" - en höfum á einhverjum tímapunkti misst hvorutveggja?
Ef já, á hvaða tímapunkti gerðist það?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.3.2013 kl. 13:23
Ómar, mér er eiginlega spurn líka. En ESB sinnar vilja meina að við höfum misst vænan bita af sjálfstæðinu með EES samningnum. Og að sá biti verði ekki endurheimtur nema með fullkominni ESB aðild.
Ég er því svo sem ekki alfarið sammála, en hafi þeir rétt fyrir sér, þá er eina úrræðið að segja upp EES samningnum og skipta við ESB eins og aðrar sjálfstæðar þjóðir heimsins; ýmist með tvíhliða viðskiptasamningi eða á grundvelli WTO.
Kolbrún Hilmars, 5.3.2013 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.