Jón Ásgeir skuggastjórnandi 365 miðla

Þegar Jón Ásgeir Jóhannesson, kenndur við Baug, sat í stjórn Glitnis/Íslandsbanka sáluga fóru peningar bankans til ýmissa verkefna Jóns Ásgeirs. Eftir gjaldþrot bankans og greiningu á því sem aflaga fór var Jón Ágeirs sagður skuggastjórnandi.

Skuggastjórnun felur í sér að þótt formleg stjórnun sé í höndum forstjóra og framkvæmdastjóra þá er raunverulegt ákvörðunarvald í höndum skuggastjórnandans.

Og alveg eins og Jón Ágeirs passaði upp á hagsmuni sína í Glitni/Íslandsbanka þá gætir hann þess vel að umfjöllun um sjálfan sig sé ,,rétt" í fjölmiðlum 365 miðla; Stöð 2, Fréttablaðinu og Bylgjunni.

Á vakt Jóns Ásgeirs varð Glitnir/Íslandsbanki fjárhagslega gjaldþrota. Með Jón Ásgeir sem skuggastjórnanda eru 365 miðlar faglega gjaldþrota. Öll umfjöllun um hagsmuni skuggastjórnandans er lituð af stöðu hans hjá fyrirtækinu.


mbl.is Staða Jóns Ásgeirs óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband