Þriðjudagur, 5. mars 2013
Jón Ásgeir skuggastjórnandi 365 miðla
Þegar Jón Ásgeir Jóhannesson, kenndur við Baug, sat í stjórn Glitnis/Íslandsbanka sáluga fóru peningar bankans til ýmissa verkefna Jóns Ásgeirs. Eftir gjaldþrot bankans og greiningu á því sem aflaga fór var Jón Ágeirs sagður skuggastjórnandi.
Skuggastjórnun felur í sér að þótt formleg stjórnun sé í höndum forstjóra og framkvæmdastjóra þá er raunverulegt ákvörðunarvald í höndum skuggastjórnandans.
Og alveg eins og Jón Ágeirs passaði upp á hagsmuni sína í Glitni/Íslandsbanka þá gætir hann þess vel að umfjöllun um sjálfan sig sé ,,rétt" í fjölmiðlum 365 miðla; Stöð 2, Fréttablaðinu og Bylgjunni.
Á vakt Jóns Ásgeirs varð Glitnir/Íslandsbanki fjárhagslega gjaldþrota. Með Jón Ásgeir sem skuggastjórnanda eru 365 miðlar faglega gjaldþrota. Öll umfjöllun um hagsmuni skuggastjórnandans er lituð af stöðu hans hjá fyrirtækinu.
Staða Jóns Ásgeirs óbreytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.