Innanmein Sjálfstæðisflokksins, Brynjar og Vilhjálmur leiksoppar

Með lýðræðislegri kosningu á landsfundi ákvað Sjálfstæðisflokkurinn, í samræmi við margkannaðan þjóðarvilja og yfirlýsta sannfæringu alls þorra flokksmanna, að stefna flokksins skyldi vera að hætta viðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands.

Til viðbótar var samþykkt að viðræður skuli ekki teknar upp að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

ESB-sinnar í Sjálfstæðisflokknum vilja ekki una þessari lýðræðislegu niðurstöðu. Talsmaður þeirra, Benedikt Jóhannesson, kemur fram í fjölmiðlum og tilkynnir að tvö þingmannsefni flokksins, Brynjar Níelsson og Vilhjálmur Bjarnason, muni koma til fundar við Benedikt og félaga til að ræða stöðuna.

Benedikt stóð fyrir auglýsingaherferð við síðustu kosningar þar sem fólk var hvatt til þess að kjósa Samfylkinguna, vegna ESB-stefnu þess flokks. Með það í huga kemur ekki á óvart að Benedikt skuli láta öllum illum látum.

Hitt kemur á óvart að væntanlegir nýliðar á þingi, Vilhjálmur og Brynjar, skuli láta nota sig með þessum hætti. Tvímenningarnir eru nýkomnir með umboð frá flokksfélögum sínum og það voru þeir sömu flokksfélagar og stóðu að samþykkt landsfundar um að ESB-viðræðum skuli hætt.

Óvinafagnaður innan Sjálfstæðisflokksins rétt fyrir kosningar verður þingmannsefnunum ekki til framdráttar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Gleyma (S) og fólk ætti að kjósa (F), Sigmundur Davíð Forsætisráðherra hljómar bara vel.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.3.2013 kl. 17:51

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það fólk sem vill hafa sama ruglið og verið hefur nú á fimmta ár, það kís ekki Sjálfstæðis flokkinn.  Vilji menn hinsvegar losna undan þeirri dæmalausu þvælu þá kjósa menn Sjálfstæðisflokkinn, flóknara er þetta ekki. 

Framsóknar flokkurinn hefur aldrei verið staðfastur í neinu og það er aldrei á vísan að róa fyrir kosningar hvort hann verður vinstri eða hægriflokkur eftir kosningar.  Samfylkingin er ó stjórn tæk og það eru Vinstri grænir ekki heldur með Steingrím og snata hans tvo innan borðs.

Við höfum þörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn ef við ætlum að lifa mannsæmandi lífi í þessu landi og einhver einstök mál, eins og stjórnaskrár skipti breyta engu þar um, því við höfum önnur brýnni verkefni óleyst Þar sem Jóhanna og Steingrímur máttu ekki vera að því að leysa þau, fyrir utan að þau kunnu það ekki og viljann vantaði.

Hrólfur Þ Hraundal, 4.3.2013 kl. 18:13

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ósköp er minni þitt stutt Hrólfur, voru það ekki Bjarni Ben og flestir þingmenn sem samþykktu IceSave 3?

Var ekki Sigmundur Davíð og allir þingmenn Framsóknarflokksins sem höfnuðu IceSave 3.

Það hefur ekki verið neinn stöðugleiki hjá (S) síðan Bjarni Ben tók við stýrinu.

KANSKI stefna í vertryggingu kallast ekki stöðugleiki, það veit enginn hvað (S) kemur til með að gera fyrir heimilinn.

Eitt er mögulegt að (S) verði flokkur auðmanna elítunar eins og (SF), í það minsta það er það sem kjósendur sjá út úr Landsfundinum.

Nei því miður (S) er ekki treystandi, ekki nema með sterkum formanni og með hreina og skíra stefnu að bjarga heimilunum.

Nei því miður Hrólfur (S) verður nákvæmlega það sama og (SF) enda væru þeir til í að mynda aðra disastrous Ríkisstjórn eins og þeir gerðu 2007.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.3.2013 kl. 18:27

4 identicon

Benedikt Jóhannesson lét í fréttatíma stöðvar 2 í kvöld eins og hann ætti Sjálfstæðisflokkinn og gagnrýndi niðurstöðu landsfundar, er það ekki meirihluti landsfundar sem ræður en ekki smákóngar á borð við Benedikt Jóhannesson.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 19:04

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held að þú vitir svarið við þessu sjálfur Kristján.

Treystir þú að (S) geri eitthvað fyrir heimilin?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.3.2013 kl. 19:32

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég man Jóhann og var ekki sáttur, en ég er ekki sáttur við framgang núverandi stjórnvalda.  Framsókn var staðföst í í Icesave, en komin í stjórn með Samfylkingu og VG þá spyrjum að leikslokum.

Hrólfur Þ Hraundal, 4.3.2013 kl. 20:59

7 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Af hverju skyldu ESB sinnar vera hræddir við þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi viðræðunum áfram. ESB sinnum er ekkert um lýðræðislegar ákvarðanir gefið. Eins og þessi málflutningur Benedikts og fleiri ESB sinna gefur til kynna. Þetta fólk sem vil halda áfram að reyna að nauðga íslensku þjóðinninn inn í ESB svo hægt sé (þegar við erum komin þar in) að halda atkvæðagreiðslu um það hvort menn hafi yfir höfuð viljað fara í þessa vegferð. Fyrst þetta fólk sættir sig ekki við ákvörðun afgerandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins í þessum málum en vil beygja flokkinn undir fámennan minnihluta, þá bendir ekkert til þess að það sætti sig við ákvörðun afgerandi meirihluta íslensku þjóðarinnar , ef hún er ekki þóknanleg Benedikt Jóhannessyni og öðrum aðdáendum ESB.

Hreinn Sigurðsson, 4.3.2013 kl. 21:39

8 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Ég er stoltur af því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið einarða afstöðu í þessu ESB máli en sé ekki með einhverja hálfvelgju moðsuðu. Benedikt Jóhannesson getur mín vegna haldið áfram þar sem frá var horfið, sem atkvæðasmali samfylkingarinnar enda held ég að menn sem stöðugt vilja kúga meirihlutann til að fara að duttlungum fámenns minnihluta séu betur geymdir hjá samfylkingunni!!!!!!!!

Hreinn Sigurðsson, 4.3.2013 kl. 21:45

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Uppörvandi Hreinn! Þess vegna er bráðaðkallandi að setja fútt í kosninga-baráttu Sjálfstæðisflokksins. Eins og ég dáðist að staðfestu (B),í Icesave málinu öllu,renna á mig 2 grímur,en trúi vart að Framsókn hlaupi útundan sér í Esb-málinu. Ég (ofl) kýs þann flokk sem lofar að stöðva Esb,umsóknina,eða er það ekki enn þá umsókn,þrátt fyrir ranga skilgreiningu Össurar & c/o. Auk þess er Sjálfstæðisflokkurinn líklegastur til að koma atvinnumálum í eðlilegt horf,auk leiðréttinga í lánamálum. Í dag eru tímarnir hættulegri en nokkru sinni,þegar gammar sitja um landið með hjálp innfæddra,enginn getur stöðvað þá nema stærsti flokkur landsins.

Helga Kristjánsdóttir, 4.3.2013 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband