Rislítil endalok vinstristjórnar

Þinglið Samfylkingar og VG keppist við að gera sem lágkúrulegastan viðskilnað fyrstu ómenguðu vinstristjórnar sögunnar. Í stað þess að viðurkenna ósigur sinn og freista þess að skipuleggja sig upp á nýtt fyrir kosningarnar eftir sjö vikur er hjakkað í sama stjórnarskrárfarinu dag inn og dag út.

Stjórnarskrá lýðveldisins er undirstaða fullveldisins. Vinstriflokkarnir viðurkenndu tapið í fullveldisumræðunni með því að ,,hægja á" aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið í aðdraganda kosninganna. Þegar sömu flokkar fara bakdyramegin til að búa í haginn fyrir fullveldisframsal með stjórnarskrárbreytingum draga þeir athyglina að glataðri vegferðinni til Brussel annars vegar og hins vegar hversu ónæmir flokkarnir eru fyrir hugðarefnum kjósenda.

Stjórnlagaráðsmenn hafa undanfarnar vikur staðið fyrir samkomum á laugardögum á Austurvelli með atvinnumótmælendum úr búsáhaldabyltingunni. Fáeinar hræður hafa mætt á þessa fundi sem gagngert eru auglýstir til stuðnings við nýja stjórnarskrá.

Sama fólkið og vill gera Ísland að vinstralýðveldi með stöðu hjálendu Evrópusambandsins rembist eins og rjúpan við staurinn að höggva í stjórnarskrá lýðveldisins. Á kjörtímabilinu 2009 til 2013 var þetta fólk vegið og léttvægt fundið. Það mun ekki fá endurnýjað umboð í apríl. 

En kannski er það þakkarvert hversu eymdarlegur viðskilnaður vinstristjórnarinnar verður. Þess lengri tími mun líða þangað til jafn vitlaus tilraun til landsstjórnar verður gerð á ný.

 


mbl.is Ósammála um tillögu Árna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hversu mörg líf hefur Stjórnarskrárfrumvarpið?

Það er búið að lýsa því yfir á þingi og í fjölmiðlum að frumvarðið sé dautt af því að geti ekki klárast fyrir þingrof.

Kanski að JóGríma framlengi þinginu til að troða stjórnarskrárfrumvarpinu upp á landsmenn sem hefur sýnt að landsmenn vilja ekkert með það gera. Eins og margir hafa bent á fjölskyldur geta ekki borðað stjórnarskrá.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 4.3.2013 kl. 08:33

2 Smámynd: rhansen

Ja sannarlega hefur þessi Stjórn stimplað sig á spjöld sögunnar ..en kanski ekki alveg á jákvæðasta hátt....En Stjórnarskrár málið er sannarlega einn svartasti bletturinn á leiðinni fyrir utan Icesave ,en þeir eru reyndar ansi margir á þessum 4 árum .

rhansen, 4.3.2013 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband