Stjórnarskráin, fullveldið og lífsgildin

Íslendingar byggðu samfélag velferðar og jöfnuðar frá og með heimastjórninni 1904. Við vorum hjálenda evrópsks smáríkis og vön því að bíða eftir bjargræðinu frá Köben. Atvinnuhættir okkar voru þeir sömu og á miðöldum. Í byrjun 20stu aldar tók þetta að breytast.

Helstu áfangar í pólitísku og efnahagslegu fullveldi landsins eftir heimastjórn voru sambandssamningurinn 1918, lýðveldið 1944 og útfærsla landhelginnar, sem lauk 1975.

Við bjuggum í torfkofum í byrjun síðustu aldar, fæstir fengu skólagöngu og heilsugæsla var engin.

Kynslóðirnar sem breyttu lífskjörum Íslendinga í átt að jöfnuði og almennri velferð þekktu harðræði og hungur. 

Gildin sem þessar kynslóðir fengu í arf voru þrautseigja og ósérhlífni, en eflaust líka óttablandin virðing fyrir valdi og því meiri ef valdið var útlent.

Núna þegar sér fyrir endann á þeirri ömurlegu tilraun vinstriflokkanna til að farga stjórnarskránni, flytja fullveldið til Brussel og fórna landhelginni er ómaksins vert að íhuga hvaða gildi við ætlum sem þjóð að hafa í heiðri á 21stu  öld. 

Ríkjandi gildi þjóðarinnar hljóta að birtast í stjórnarfari og menningu. Hvað segir það um lífsgildi okkar að brandarakall er borgarstjóri höfuðborgarinnar?


mbl.is „Óafsakanlegur glannaskapur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband