Laugardagur, 2. mars 2013
Árni Páll mættur - til að gefast upp
Formaður Samfylkingar kemur í leitirnar í tæka tíð til að tilkynna uppgjöf flokksins í stóra stjórnarskrármálinu. ESB-umsóknin er strand og núna er gefist upp á atlögunni að stjórnarskránni.
Trúr frekjupólitík Samfylkingar ætlast Árni Páll til þess að þingið sem á fáeina daga eftir af umboði sínu frá kjósendum samþykki ályktun sem skuldbindi næsta þing til að grafa undan stjórnarskrá lýðveldisins.
Samfylkingin mælist með 12 til 15 prósent fylgi og situr í óvinsælli minnihlutastjórn. Árni Páll ætti ekki að auglýsa bjargleysi sitt með kjánaþingsályktun um hvernig næsta alþingi skuli starfa.
Klárast ekki á kjörtímabilinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hæpið að nokkur ríkisstjórn geti skuldbundið arftaka sinn með ályktun. Nýja stjórnin ályktar þá bara að fella niður hina ályktunina.
Gaman væri að sjá núverandi ríkisstjórn álykta að hún sjálf ætti að vera ríkisstjórn eftir næstu kosningar.
Ekki það að hún væri svo sem vís til þess...
Kolbrún Hilmars, 2.3.2013 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.