Laugardagur, 2. mars 2013
Þorsteinn kennir Davíð um fylgisaukningu Framsóknar
ESB-sinnar í Sjálfstæðisflokknum eiga erfitt með að una lýðræðislegri niðurstöðu landsfundar flokksins um að hætta skuli aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið. Pawel Bartozek kallar flokksfélaga sína fávita fyrir að vilja loka starfsemi Evrópustofu í þágu baráttumáls Samfylkingarinnar.
Þorsteinn Pálsson er annar úr fámennum hópi ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum sem ekki er par kátur með niðurstöðu landsfundarins. Á hinn bóginn er erfitt fyrir að hjóla beint í landsfundarfulltrúa fyrir að fylgja sannfæringu sinni um að Íslandi sé betur borgið utan ESB en innan.
Þorsteinn tekur Davið Oddsson ritstjóra til bæna , - en þó ekki fyrir ESB-andstöðuna. Það væri of augljóst. Nei, stóra vandamál sjálfstæðismanna núna er minnkandi fylgi. Og samkvæmt Þorsteini ber Davíð Oddsson ábyrgð á því að Framsóknarflokkurinn sópar til sín fylgi sem ætti að vera hjá Sjálfstæðisflokknum. Þorsteinn skrifar
Framsóknarflokkurinn birtist í nýju ljósi með ábyrgðarlausum loforðum. Rætur fylgisaukningarinnar liggja aftur á móti í atfylgi Morgunblaðsins allt frá því að það snerist gegn forystu Sjálfstæðisflokksins í Icesave-málinu.
Þorsteinn Pálsson var í liðinu sem fékk Bjarna Benediktsson til að styðja Icesave-mál ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. Þorsteinn er líka í liðinu sem ekki vildi uppgjör við auðmennina og samverkamenn þeirra, enda sjálfur handgenginn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og ritstýrði málgagni Baugsstjórans.
Þorsteini væri nær að líta í eigin barm þegar trúverðugleika Sjálfstæðisflokksins ber á góma.
Athugasemdir
Honum Þorsteini er ekki eins leitt sem hann lætur,hann á ekki heima í flokki sem kennir sig við Sjálfstæði. Líklegra er að hann gráti gengi landssöluliðsins.
Helga Kristjánsdóttir, 2.3.2013 kl. 10:23
Það er stundum sem manni við fyrstu sýn líst vel fólk sem talar gott mál og skírt, en þegar á reynir þá kemur í ljós að það er ekkert á bakvið og innaní er ekkert nema sýnsíki og undir frakkanum rembingur. Þorstein Pálsson gat ekkert, akkúrat ekkert, sem leiðtogi og Þorgerður Katrín reyndist verri enn ekki þegar á reyndi.
Gamall bóndi fyrir austan hefði einhvertímann sagt að þetta væru loppnar manneskjur, gersamlega höndulaust fólk og óbrúlegt.
Hrólfur Þ Hraundal, 2.3.2013 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.