ESB-sinni kallar flokksfélaga fávita

ESB-sinnar eru ekki í jafnvægi þessa dagana. Fyrst gerði ríkisstjórnin hlé á viðræðunum og síðan kom afgerandi niðurstaða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að viðræðum skuli hætt við Evrópusambandið um aðild Íslands.

Pawel Bartozek er ásamt Benedikt Jóhannessyni helsti talsmaður ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum. Hann kallar flokkssystkini sín fávita fyrir að að vera á móti starfssemi Evrópustofu. Orðrétt segir Pawel

En gott og vel, auðvitað getur stjórnmálaflokkur haft afdráttarlausa stefnu í ESB-málum. En eitt er að fara meðal fólks og útskýra að meirihluti Sjálfstæðismanna vilji sjá Ísland utan ESB og annað er að reyna að réttlæta þá þvælu að menn vilji loka húsnæði Evrópusambandsins vegna þess að Evrópusambandið dreifi þar bæklingum um sjálft sig. Kommon. Það þarf enginn að elska Brussel. Það er samt óþarfi að láta eins og fáviti.

Móðurskip ESB-umsóknarinnar, Samfylkingin, er með 12,8 prósent fylgi. Það ætti að segja Pawel og öðrum ESB-sinnum hversu þjóðin metur það við stjórnmálaflokka að vilja Ísland í Evrópusambandið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

nokkuð til í þessu hjá honum finnst mér - fávitar er ágætt orð en mér dettur líka orðið kjánar í hug

Rafn Guðmundsson, 1.3.2013 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband