Ragnar Arnalds svarar

Hér er athugasemd frá Ragnari Arnalds þar sem hann ítrekar fyrri yfirlýsingu:

Ég hef fullyrt að sú samþykkt sem gerð var um ESB-málið á landsfundi VG með 11 atkvæða meirihluta segi lítið um vilja flokksmanna eða afstöðu þeirra hundraða fulltrúa sem sóttu landsfundinn. Tölurnar tala sínu máli: Samkvæmt fundargögnum voru skráðir fulltrúar 405. Á laugardeginum greiddu 249 atkvæði í kosningum. Umræðuhópurinn sem tillögurnar komu frá lauk störfum síðla á laugardegi. Atkvæðagreiðslur um þær tillögur fóru fram milli kl 15 og 16 daginn eftir og þá greiddu 159 atkvæði. Ljóst er að margir fulltrúar sem áttu langt heim að sækja yfirgáfu fundinn áður en til atkvæðagreiðslunnar kom á sunnudeginum. Það skýrir af hverju svo miklu færri greiða atkvæði þann dag en daginn áður. Um þetta þarf ekki að deila.


mbl.is Hafna ummælum Ragnars um ESB-kosningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þannig að það eru mest landsbyggðarmenn sem eru á móti ESB

Rafn Guðmundsson, 27.2.2013 kl. 17:53

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nei, ekki svo einfalt.  Sá hópur sem mælist stærstur á móti ESB aðild er aldursflokkurinn 18-29 ára.  Allt að 84%. 

Hver og einn getur svo reiknað út hvar á landinu allt þetta unga fólk býr.

Kolbrún Hilmars, 27.2.2013 kl. 19:13

3 identicon

Það er ekkert skrýtið að fólkið á þessu aldursbili sem Kolbrún tilgreinir sé ekkert spennt fyrir ESB, atvinnuleysistölurnar meðal yngri aldurshópa í ESB löndunum (td. Spáni) eru ekki par uppörvandi fyrir unga fólkið okkar og vel skiljanlegt að þau hafi engan áhuga á að eiga þann atvinnuleysis vanda vísan.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 08:38

4 identicon

Sæll Páll; sem aðrir gestir þínir, jafnan !

Rafn Guðmundsson !

Ert þú; þessi óbrigðula hermikráka, á öxlum Steingríms og Björns Vals ?

Ertu það flón Rafn minn; að átta þig ekki á, fremur en allnokkur hópur undirmáls Íslendinga, að landið hefir til þessa verið - og mun áfram, verða órjúfanlegur hluti Norður- Ameríku ?

Ekki amalegt; fyrir Kommúnista klíkuna, að vera með spéfugla sem þig innanborðs, dreng tetur.

Með beztu kveðjum; frá fyrrum þjóðernissinna - nú Alþjóðasinna, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband