Þriðjudagur, 26. febrúar 2013
Ísland með augum ESB
Cristian Dan Preda kemur reglulega til Íslands fyrir hönd utanríkisnefndar Evrópuþingsins vegna ESB-umsóknar Samfylkingar. Cristian er franskmenntaður Rúmeni. Stjórnmálafræðin og reynslan af einsmálsflokki á heimaslóðum gefa Cristian auga fyrir vonlausum stjórnvöldum er setja sér draumórakennda stefnu til að komast hjá því að horfast í augu við veruleikann.
Í þessari frétt segir Cristian tvennt
a) Það er ekki pólitískur vilji á Íslandi til að ganga í Evrópusambandið þar sem aðeins einn stjórnmálaflokkur berst fyrir aðild og er með afgerandi meirihluta þjóðarinnar á móti sér.
b) Innganga í Evrópusambandið byggist á aðlögun. Það er ekki hægt að stytta sér leið.
Cristian segir sum sé á kurteisan hátt að umsókn Samfylkingar sé dauðans matur.
Meira að segja húskarlar Samfylkingarinnar nenna ekki lengur að þykjast. Í annarri frétt frá Evrópuþinginu í gær kom þetta fram
Það er enginn raunverulegur áhugi á Íslandi á því að ræða um málefni Evrópusambandsins, segir fréttamaðurinn Þorfinnur Ómarsson í viðtali við vefsíðu Evrópuþingsins spurður að því hvenær kunni að koma að því að viðræðurnar um inngöngu Íslands í Evrópusambandið hefjist að nýju.
En auðvitað mun Samfylkingin halda áfram að flagg ESB-umsókninni. Málefnafátækt einsmálsflokksins er slík að það verður að veifa röngu tré fremur en alls öngvu.
Þarf pólitískan vilja til að ljúka viðræðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.