VG hraunar yfir kjósendur sína

Ekkert mál er jafn fyrirferðarmikið í stjórnmálum og afstaðan til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Landsfundir Sjálfstæðisflokks og VG um undirstrikuðu heljartök Evrópumálanna á opinberri umræðu.

Í tilefni af landsfundunum tveim er rétt að rifja upp síðustu skoðanakönnun um afstöðu þjóðarinnar til ESB-aðilar, en þar reyndust 63,3% á móti. Um stuðning kjósenda einstakra flokka við aðild segir:

Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Samfylkinguna voru 78% hlynnt því að Ísland gangi í ESB, borið saman við 22,3% þeirra sem studdu Vinstri græn. Hlutfallslega fæstir þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn voru hlynnt því að Ísland gangi í ESB. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Sjálfstæðisflokkinn voru 7,4% hlynnt inngöngu í ESB og 7,7% þeirra sem studdu Framsóknarflokkinn.

Samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins um helgina rímar við afstöðu kjósenda flokksins. Stuðningsyfirlýsing landsfundar VG við ESB-umsókn Samfylkingar er aftur á móti í hrópandi andstöðu við vilja kjósenda flokksins.

En, auðvitað, fækki kjósendum VG nógu mikið hækkar hlutfallstala þeirra sem taka undir ESB-stefnu flokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband