ESB-sinnar eru vinstrisinnar

Áherðing Sjálfstæðisflokksins um andstöðu við ESB-aðild annars vegar og hins vegar stuðningur VG við ESB-umsókn Samfylkingar gerbreyttu stjórnmálalandslaginu um helgina.

VG er svo gott sem orðin deild í Samfylkingunni. Brú Þorsteins Pálssonar, Benedikts Jóhannessonar og Ólafs Stephensen milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar liggur mölbrotin.

Með því að einangra ESB-sinna við vinstriflokkana skapast kjöraðstæður til að herja á þá með ferilsskrá ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. að vopni.


mbl.is Ekki meirihluti fyrir ESB næsta kjörtímabil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Bara snildin ein.!... og kanski politikin sjálf að skiptast skýrar uppi hægri og vinstri ...þó menn seu  ekki alveg átti sig á þvi ,þá  bendir margt  til þess   !

rhansen, 25.2.2013 kl. 11:14

2 Smámynd: Sólbjörg

Nú þegar brúin frá Samfylkingunni yfir til Sjálfstæðisflokksins sem átti að tryggja för þjóðarinnar til "Feigðarflans" er mölbrotin þá lítur út fyrir að Árni Páll sé með Svarta Pétur á hendi. Hann er einangraður og fastur í Samfylkingunni og hefur enga samherja í nánustu björtu framtíð nema þá sem sameiginlegt stjórnarandstöðuafl.

Sólbjörg, 25.2.2013 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband