Mánudagur, 25. febrúar 2013
ESB er hrein vinstripólitík
Samfylkingin og VG bjóða sömu stefnuna næstu kosningar, að málefnum þjóðarinnar sé best komið fyrir í Evrópusambandinu. Fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldissögunnar endar feril sinn sem eina ríkisstjórn Íslands frá upphafi sem vill flytja fullveldið úr landi.
Sjálfstæðisflokkurinn staðfesti þann ásetning sinn að slíta viðræðum við Evrópusambandið og Framsóknarflokkurinn er með sömu stefnu.
Kjósendur standa frammi fyrir skýru vali í vor. Vinstriflokkarnir, VG og Samfylking, ásamt fylgifé, bjóða upp á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hægri-og miðflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, standa fyrir fullveldisstjórnmál.
ESB-ályktanir hvor í sína áttina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ESB er vinstri pólitík... oft hefur þessi pistlahöfundur verið á villigötum, en þetta slær flest út.
Legg til að þú kynnir þér ESB og þær 27 þjóðir sem þar eru og mættir í leiðinni kíkja á þær sem eru í biðröðinni með inngöngubeiðni.
Jón Ingi Cæsarsson, 25.2.2013 kl. 07:44
Lifið er nú ekki svona svart & hvítt eins eins og hér er haldið fram.
Margt fólk hægra megin/tengt atvinnulífinu myndi vilja stöðugri gjaldmiðil. Þó að það sé hægt að finna einhverja galla á ESB; þá gæti ingangnan vegið þyngra öllu íslenska hagkerfinu til góða.
Þungavigtamenn funduðu um aðildarviðræður að ESB.
Fólkið á það sameiginlegt að hafa lengi talað fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu og á fundinum var samþykkt áskorun, meðal annars þess efnis að ekki verði hætt við aðildarviðræðurnar.
http://www.visir.is/thungavigtamenn-fundudu-um-adildarvidraedur-ad-esb/article/2012121009693
Jón Þórhallsson, 25.2.2013 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.