Sunnudagur, 24. febrúar 2013
Björn Valur beygir Katrínu
Stefna Björns Vals Gíslasonar varaformanns um að halda ESB-aðlögunarferlinu áfram réð ferðinni á landsfundi VG á kostnað stefnu Katrínar Jakobsdóttur formanns.
VG býður fram þá geðklofapólitík að vera á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu en vinna að framgangi aðlögunarferlisins.
Geðklofapólitík er auðvitað það sem smáflokkur með fimm til sjö prósent fylgi þarf á að halda í upphafi kosningabaráttu.
Unir niðurstöðunni um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lítið tekið mark á nýjum formanni VG eins og maður bjóst við.
Ragnar Gunnlaugsson, 24.2.2013 kl. 20:41
Og ekki verða VG liklega lengi sjánlegir !
rhansen, 24.2.2013 kl. 21:35
Rétt rúmlega helmingur Vinstri Grænna kaus að halda ESB- aðildarferlinu áfram til enda. Þá verði í lokin búið að „semja“ um allt svo að það passi við ESB, allir kaflar frágengnir þannig að 27 ESB- ríkin séu sátt við það en stimpill þjóðarinnar einn eftir til þess að staðfesta gjörning VG- stjórnarinnar.
En þar stendur hnífurinn í kúnni (eða jafnvel hestinum, hver veit nú til dags?). VG vill ekki samninginn, vill ekki aðild eða þessa vegferð alla. Rétt Páll, Geðklofapólítík er rétta orðið.
Ívar Pálsson, 24.2.2013 kl. 21:52
Hvernig getur kosning hvað um 200 manna á Landfundi verið Björn að beygja Katrínu? Er þú þá að halda því fram að fundarmann hafi bara verið strengjabrúður sem þau beittu í einhverjum slagsmálum? Hélt að þetta væri flokkur þar sem meirihluti fundarmanna ákveður stefnu í einhverjum málum. Sé ekki alveg fyrir mér hverning Björn Valur lét fólk gegn vilja sínum greiða atkvæði. Kannski með byssu?
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.2.2013 kl. 23:31
Það voru nú ekki nema rétt liðlega 150 manns sem voru á landsfundi VG. Því grófleg rangfærsla í prósentum að tala um kosningu "um 200 manna". Af þeim sem mættu voru ekki nema 83 sem sögðu já við áframhaldandi "inngönguferli" í ESB. Það þarf nú ekkert Björn Val eða vopn að ná fram vilja forystu VG
Ókeypis "pennar og lyklakippur" og úttroðinn gúllinn af veitingum og peningum hefur oft tilætluð áfhrif. Veit ekki hvort það á við um þá sem kusu já.
En víst er að Steingrímur mun aldrei í framkvæmd afhenda neinum sín völd, einföld persónugreining á honum nægir til að að vita það.
Sólbjörg, 25.2.2013 kl. 00:13
Lýðræði felst meðal annars í því að einstaklingur þjóðar geti fengið að ráða því, í kvað afrakstur vinnu hans er notaður. Meirihluti ræður en sá meirihluti hefur aldrei verið spurður um Evrópusambands aðlögun og hvort þessi sami meirihluti vilji greiða kostnað við uppihald Össurar Skarpa við að blaðra um mál sem honum kemur ekkert við einhverstaðar út í heimi okkur til niðurlægingar.
Það er athyglivert að Árni Þór Sigurðsson, Svandís Svavarsdóttir, Björn Valur Gíslason, Sóley Tómasdóttir og Auður Lilja Erlingsdóttir vilja ekki að við launþegar og skattborgarar og launa greiðendur þingmanna fáum að ráða því hvort halda á áfram þessa ESB glötunar braut.
Árni Þór sagði að það væri hagkvæmast fyrir Vinstri Græna að halda aðlögunar ferlinu áfram, ATH, hagkvæmast fyrir VG. Það er ekki hagur þjóðar sem er þessu fólki hugleikinn.
Hrólfur Þ Hraundal, 25.2.2013 kl. 01:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.