Sunnudagur, 24. febrúar 2013
Kristin gildi andspænis siðleysi í samfélaginu
Sjálfstæðisflokkurinn er réttnefndur þjóðarflokkur Íslands og samþykktir þar á bæ eru til marks um hvert samfélagsstraumar liggja. Samþykkt sem segir að lagasetning skuli taka mið af kristnum gildum þegar það á við er fyrst og fremst andóf gegn samfélagslegri upplausn seinni ára.
Ýmis kverúlantatilbrigiði s.s. Vantrú í bland við framandi trúarstef eru sett jafnfætis kristnum gildum sem íslenska þjóðin fóstrar með sér í meir en þúsund ár. Fólki misbýður þegar þúsund ára saga er fótum troðin í nafni ,,frjálslyndis" sem gerir öllum lífsskoðunum jafn hátt undir höfði - og lætur sér í léttu rúmi liggja hvort furðufyrirbæri eiga í hlut eða ekki. Þegar allir siðir eru lagðir að jöfnu blasir siðleysið eitt við.
Hér er ekki vegið að trúfrelsi í landinu. Eftir sem áður er sérhverjum frjálst að iðka þann átrúnað sem hugurinn stendur til - eða alls engan.
Með kristnum gildum er vísað til þess að þjóðkirkjan er stofnun í samfélaginu sem sýna ber virðingu sem henni ber.
Kristin gildi ráði við lagasetningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er rétt það þarf að vera einhver siðferðisGRUNNUR.
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1275900/
Jón Þórhallsson, 24.2.2013 kl. 10:51
> "eru sett jafnfætis kristnum gildum sem íslenska þjóðin fóstrar með sér í meir en þúsund ár"
Hérna. Þegar siðaskiptin áttu sér stað og hausar voru látnir fjúka. Voru það "kristileg gildi"? Má búast við að næstu stjórnarskipti fari fram á þann hátt?
Þegar erlendir hermenn komu til landsins og íslenskir ráðamenn fengu í gegn að svartir hermenn væru ekki á Íslandi - voru það kristileg gildi? Má búast við því að svertingjar verði gerðir brottlægir af landinu við næstu stjórnarskipti?
Samkynhneigðir urðu fyrir gríðarlegum fordómum á Íslandi, svo miklum að margir kusu að flýja land. Má búast við því að samkynhneigðir þurfi að flýja land eftir næstu stjórnarskipti - ef Sjálfstæðislfokkurinn kemst til valda?
Matthías Ásgeirsson, 24.2.2013 kl. 11:42
Páll settu sharía lög inn í staðin fyrir kristin gildi í þessari ályktun flokksins, þá sérðu hvernig okkur sem eru ekki kristin finnst þetta vera.
Þó kirkjan sé búin að vera hérna lengi þá segir það ekkert um að kristilegt siðferði sé eitthvað sérstaklega gott. Það er ekki þannig að gamalt siðferði = gott siðferði. Samfélagsleg gildi breytast með tímanum svo það er frekar líklegt að gamalt siðferði = úrelt siðferði. Svipað og hvernig kristnir hafa hálfpartinn afneitað megninu af gamla testamentinu af því að siðferðisleg gildi þess voru þegar orðin úreld fyrir 2000 árum.
Kommentarinn, 24.2.2013 kl. 12:06
Við ættum frekar að horfa til þess hvernig við viljum hafa hlutina/framtíðina frekar en að hengja okkur of mikið á fortíðina.
Jón Þórhallsson, 24.2.2013 kl. 14:01
Góðu menn her á undan ..þið eruð ekki að tala um Kristin gildi ..heldur fordóma ...þar er langur vegur á milli ....Og eitt af stefnum okkar i þessu landi er að við játum kristna trú og virðum hana ! ...en það byggist ekki á þvi að fordæma aðra !......Það eru bara menn sem fordæma ekki trúin eða gildi þeirra !!
rhansen, 24.2.2013 kl. 14:32
Ef það eru Kristin gildi sem hafa ráðið orðum og gjörðum hjá framámönnum Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár, þá hlýt ég að segja pass. Ef lögmál mósebóka væru í alvöru til grundvallar Íslenskum lögum, þá væru þeir hinir sömu í besta falli orðnir handalausir.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2013 kl. 15:18
Sem betur fer eru ekki margar risaeðlur eftir á borð við Þig Palli minn. Ég hvet þig til að halda þessu sem mest á lofti, því það er gefið að þetta eitt mun þurrka út Framsóknar og Sjálfstæðisflokkinn.
Kristin Sharialög og framtíðar Íslandistan er brilljant strategía. Gratúlera.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2013 kl. 15:25
Það sem er svo óborganlegt í þessu öllu er að Árni Johnsen er aðal hvatamaðurinn fyrir þessum ályktunum. Er það ekki stórfenglegt? :D
Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2013 kl. 15:27
Einmitt rhansen.... Og tilgangur lagasetningarinnar er andóf gegn samfélagslegri upplausn, sannarlega löngu kominn tími til.
Helga Kristjánsdóttir, 24.2.2013 kl. 15:31
Frumgildi =
Virðing
Traust
Heiðarleiki
Kærleikur
Réttlæti
Guðni Karl Harðarson, 24.2.2013 kl. 15:36
Fyrst, ,,kristileg gildi" er auðvitað túlkanlegt og breytilegt eftir öldum sem kunnugt er og eigi ætla eg að hafna öllum ,,kristilegum gildum" eins og ég túlka þau.
En það er eigi skrítið að þeir hafi látið umrætt hverfa. þetta var alveg óhemju klaufalegt af þeim og hefðu þeir betur fleiri hlustað á ungu stúlkuna og unga manninn í frumumræðunum.
Allir með smá sens fyrir pólitík hefðu átt að fatta strax hversu vitlaust þetta var. Að öll lagasetning ætti að byggjast á kristilegum gildum og hefð - það er bara algjörlega ótrúlegt að svo margir rugludallar hafi verið þarna samankomnir til að fá þetta samþykkt.
Og einna hest skildist manni að öll löggjöfin á Íslandi ætti að byggjast á ,,boðorðunum tíu".
það er eins og margir átti sig ekki á hvað þeir eru að segja með þessu. þetta er nákvæmlega sama og íslamistaflokkar oft segja.
Á Vestur-Evrópu er búið að rjúfa tengslin þarna á milli fyrir langa löngu. það kostaði mikla baráttu sem er löngu yfirstaðin. Fyrr á tíð var löggjöfin beintengd biblíu. (það þýðir þá ekki að boðorðin í heild séu ekki núna relevant í vestrænumsamfélögum.)
Ungi maðurinn frá Hafnafirði hitti alveg naglnn á höfuðið með 6. boðorðinu. þú skalt ekki drýgja hór. Ætlar ríkisvaldið að fara að skipta sér af kynlífi fólks? Halló.
þetta bara sannar hve mikið af rugludöllum er í sjallaflokki.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.2.2013 kl. 15:55
Nýi Sáttmáli:
http://www.mediafire.com/view/?a79twh65n3g902o
Mennskaræði:
http://www.mediafire.com/view/?juq2zhgwct82shq
Guðni Karl Harðarson, 24.2.2013 kl. 15:59
Afsakið það vantar linkana
Nýi Sáttmáli
http://www.mediafire.com/view/?a79twh65n3g902o
Mennskaræði
http://www.mediafire.com/view/?juq2zhgwct82shq
Guðni Karl Harðarson, 24.2.2013 kl. 16:01
Edit: ,,(það þýðir þó ekki að boðorðin í heild séu ekki núna relevant í vestrænumsamfélögum.)"
En maður getur ekki hætt að hlægja að þessum vitleysingum þarna. Maður bara alveg: Bwhahaha. Að fultrúar á landsfundi stærsta flokks landsins allan lýðveldistíman láti svona vitleysu frá sér.
Annars svo sem er eg ekkert mjög hissa í sjálfu sér. Eg hef ekki enn hitt sjalla með einhverju viti. þetta eru mikið til ómhemju rugludallar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.2.2013 kl. 16:18
Já ekki spurning, hér er flest að gliðna vegna skorts á kristnum gildum.
Hommum og lesbíum fer snarfjölgandi, æskan uppivöðslusöm sem aldrei áður og sægreifar og útrásarkrimmar fá ekki einu sinni að stunda iðju sína í friði..
Gott hjá þér Páll að standa upp og berja í borð.
Ekki heldur spyrja hvað Ísland getur gert fyrir þig, hvað getur þú gert fyrir Ýsland...
hilmar jónsson, 24.2.2013 kl. 18:13
Endemis vitleysa er þetta að vera að blanda trúarlegum gildum í stjórnmálin!!! Það segir allt sem þarf að það voru SUS menn sem þurftu hafa vit fyrir landsfundarfólki til að fá þetta fjarlægt!! Það er mjög einfalt að setja sér siðferðisleg gildi án þess að hengja utan á þau trúarbrögð.
Pétur Harðarson, 24.2.2013 kl. 20:32
Jæja Páll, „samfélagsstraumarnir“ virðast ekki liggja þar sem þú þóttist finna þá. Það yrði fróðlegt að sjá þína túlkun á „samfélagslegri upplausn seinni ára“.
Hjálmtýr V Heiðdal, 25.2.2013 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.