Mánudagur, 18. febrúar 2013
Öfgamúslímar og íslenskir vinstrimenn
Um öfgamúslíma er sagt að þeir séu í sífelldri leit að móðursýkiskasti. Fyrir nokkrum árum birti danskt héraðsfréttablað ádeilumyndir af Múhameð spámanni; öfgamúslímum tókst að gera úr því alþjóðlega kreppu.
Á Íslandi eru vinstrimenn, sumir hverjir, í stöðugri leit að tilefni til að fá hysteríukast. Leiðari Morgunblaðsins í dag, um tilraunir VG til að lappa upp á ásýndina fyrir kosningar, verður tilefni til hatursorðræðu vinstrimanna um kvenfyrirlitningu.
Öfgamúslímar skáka í því skjóli að þeir krefjast þess að málfrelsið víki fyrir trúarsannfæringu. Hver er afsökun íslensku vinstrimannanna?
Athugasemdir
Í þetta skiptið skýrist uppnámið sennilega af því að það sem Davíð bendir á er bæði satt og mjög óþægilegt.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 16:42
Var einmitt með það í huga að þeir biðu eftir ehv. til að framkalla gos. Auk þess er Davíð þeim hættulegur,hann elskar land sitt.
Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2013 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.