Mánudagur, 18. febrúar 2013
ESB er hrossakjöt í nautakjötsumbúðum
Í Evrópusambandinu ber enginn ábyrgð og það sem verra er þá elur sambandið á ábyrgðarleysi almennings. Rúmenskur slátrari lætur sér fátt um finnast þótt götubikkjan sem hann er nýbúinn að gera að hakki verði seld sem nautakjöt í Frakklandi.
Í Brussel segja embættismenn á ofurlaunum að vandinn við hrossakjöthneykslið sé umbúðavandamál og vilja senda það heim í hérað.
Sömu embættismenn segja evruna ekki vera vandamálið heldur hagkerfin sem geta ekki lagað sig að gjaldmiðlinum.
Almenningur í Evrópu er á hinn bóginn búinn að fá sig fullsaddan af hroka embættismannaveldisins og vilja endurvekja varnir þjóðríkja.
Margir hættir að kaupa tilbúna rétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.