Mánudagur, 18. febrúar 2013
Uppstokkun og ný bandalög
Allir stjórnmálaflokkar hafa skipt um forystu eftir hrun. Veruleg endurnýjun verður á þingliði flokkanna, fari sem horfir í kosningunum í vor.
Flokkurinn sem fyrst endurnýjaði sig, Framsóknarflokkurinn, er á mestri siglingu um þessar mundir. Flokkurinn sem síðastur tók til hendinni, VG, er við það að falla út af þingi.
Ný ásýnd stjórnmálanna mun leiða til nýrra bandalaga.
Endurnýjun í forystu Vinstri grænna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"...en hún reiknar ekki með stefnubreytingum." Það þíðir á mannamáli að haldið verður áfram að reyna að þjösna þjóðinni í Evrópusambandið eins og raunin hefur verið síðustu fjögur ár, sveiattan.
Eggert Sigurbergsson, 18.2.2013 kl. 07:04
Eins og boðhlauparar skila þeir fremstu keflinu til næsta og koll af kolli. Þeir ætluðu þeim fráustu að mynda forskot,en það hefur síður en svo gengið eftir. Nú þurfum við svarnir andstæðingar þess að ganga í Esb,að ljúka þessu erfiða langhlaupi og slíta snúruna í vor.
Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2013 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.